Föstudagur, 10. október 2014
Ágúst Þór Árnason segir aðildarríki verða að samþykkja ESB eins og það er
Eftir því sem aðildarlöndum ESB hefur fjölgað hefur það orðið ósveigjanlegra gagnvart nýjum aðildarríkjum. Nú verða þau að samþykkja allan laga- og reglupakka ESB áður en þau eru samþykkt sem aðilar. Þetta var hluti þess sem fram kom í máli Ágúst Þórs Árnason, aðjúnkts við lagadeild Háskólans á Akureyri, en hann flutti mjög fróðlegt erindi á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi.
Þróun ESB breyttist smám saman frá 1972 hvað þetta varðar, eftir að Bretland, Danmörk og Írland gerðust aðilar. Danir og Bretar komust hjá því að taka upp evruna og hið sama gildir reyndar enn um Svía. Nú hins vegar, þegar aðildarríkin eru ekki 6 heldur tæplega 30, verða umsóknarríki að samþykkja þann stofnanapakka sem fyrir hendi er í ESB, þar á meðal að taka upp evru í fyllingu tímans, ef þau vilja á annað borð verða samþykkt sem meðlimir að sambandinu. Ríkin ganga inn í þá stofnun sem ESB er og sú stofnun breytir sér ekki fyrir hvert umsóknarríki.
Eftir því sem ríkjunum hefur fjölgað hefur umsóknarferlið breyst þannig að mun erfiðara er að sækja allar hugsanlegar breytingar. Þá má nefna að þeim ríkjum hefur fjölgað sem eru tiltölulega óskyld Íslandi og það dregur úr skilningi með samkennd með íslenskum aðstæðum.
Þá nefndi Ágúst svokallaða foraðildarstefnu (preaccession strategy) sem var tekin upp í kjölfar aðildar Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis árið 1994. Ríkin sem koma þar á eftir fá allt aðra meðhöndlun en ríkin sem gerðust aðilar þar á undan. Helsti munurinn er að nú verða aðildarríki að samþykkja allan stofnanapakka ESB eins og hann leggur sig, þar á meðal gjaldmiðilssamstarfið. Ágúst orðaði það þannig að það nálarauga sem aðildarríki verða að komast í gegnum verði sífellt þrengra.
Nýjustu færslur
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 292
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1165566
Annað
- Innlit í dag: 262
- Innlit sl. viku: 2288
- Gestir í dag: 255
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Marg oft höfum við ESB aðildarandstæðingar bent á grófa og áberandi hlutdrægni fréttastofu RÚV og stofnunarinnar allrar, þegar kemur að umfjöllun þeirra um hin viðkvæmu ESB mál.
Þessi hlutdrægni þeirra birtist með ýmsu móti s.s. eins og þeir segja helst aðeins fréttir sem eru ESB og ESB sinnum þóknanlegar. RÚV segir helst ekki frá fréttum sem passa ekki inn í þá mynd eða þeir skekkja fréttir og handvelja vilholla viðmælendur til að fá hinn pólitíska rétttrúnað fram sem þeir hafa velþóknun á.
Það kemur okkur því ekki á óvart að enn hefur RÚV ekki sagt eitt orð frá Aðalfundi Heimssýnar stærstu fjölda samtaka okkar ESB aðildarandstæðinga.
En fjölmennur aðalfundur samtakanna fór fram á Hótel Sögu í gærkvöldi.
Ekkert var sagt frá fundinum í fréttatímum RÚV í gærkvöldi og heldur ekkert á vefmiðlum þeirra eða í morgun- eða hádegisfréttum RÚV nú daginn eftir.
Ekkert talið fréttnæmt um eindregnar ályktanir fundarins eða að samtökin völdu sér nýja forystusveit sem kjörin var á fundinum.
Ekki þótti RÚV heldur neitt fréttnæmt að aðal framsöguerindi fundarins flutti Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við lagastofnun Háskólans á Akureyri, en hann var einn af helstu sérfræðingum sem stóðu að skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu ESB umsóknarinnar.
Margt mjög fróðlegt kom fram í máli hans, ýmislegt sem ekki hefur komið jafn skýrt fram áður, eins og hvernig ESB sjálft í raun stöðvaði viðræðuferlið árið 2011 í tíð síðustu ríkisstjórnar. Ágúst Þór hefur ekki fyrr gefið kost á svona opnum fyrirspurnum eins og gert var á fundinum.
Þöggun RÚV af fundinum og því sem þar fór fram er æpandi og enn eitt dæmið um grófa hlutdrægni og þöggun þessa ríkisfjölmiðils á opinni og gagnrýnni umræðu um brennandi mál samtímans.
Það kemur okkur ekki svo mjög á óvart að fréttamiðlar hinnar ESB sinnuðu fjölmiðlasamsteypu 365 hafi líka með öllu hundsað fréttaflutning af fundinum.
En spyrja má hvar erum við stödd í okkar samfélagi, sem við viljum að sé opið og gegnsætt, þegar tveir stærstu fjölmiðlar landsins ganga svona á undan í sniðgöngu og þöggun af málum sem þeim eru ekki þóknanleg.
Gunnlaugur I., 10.10.2014 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.