Leita í fréttum mbl.is

Kallað er eftir svörum um viðræðustrand ESB

Það er ljóst af yfirgripsmiklu erindi Ágústs Þórs Árnasonar, aðjúnkts í lagadeild Háskólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi að veigamiklum spurningum um viðræðustrand ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um aðild að ESB hefur ekki verið fyllilega svarað af þeim sem þá fóru með forystu mála.
 
Ágúst Þór minnti á þá alkunnu staðreynd að viðræðurnar strönduðu í raun árið 2011 þegar ljóst varð að ESB ætlaði ekki að skila rýniskýrslu um sjávarútvegsmál. Hefði ESB skilað slíkri skýrslu hefði væntanlega orðið ljóst á efni skýrslunnar að viðræðum yrði sjálfhætt þar sem ESB gæti ekki fallist á kröfur Íslendinga. Þess vegna er líklegt að skýrslunni hafi ekki verið skilað. Það hefur hins vegar aldrei verið upplýst af ESB eða þáverandi utanríkisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni, hvers vegna ekkert bólaði á þessari svokölluðu rýniskýrslu ESB. Svarið virðist hins vera augljóst af því sem hér er greint frá. Í ljósi þessa getur krafa Samfylkingar og fleiri um áframhald viðræðna ekki virkað öðru vísi en sem mesta óheilindahjal.
 
Mbl.is greinir svo frá aðalfundi Heimssýnar sem var haldinn í gær:
  

Aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) voru ferð án fyr­ir­heit­is eft­ir mars 2011. Þetta kom fram í er­indi Ágústs Þórs Árna­son­ar, aðjunkts við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, á aðal­fundi Heims­sýn­ar í gær­kvöldi.

Hann er höf­und­ur viðauka 1 í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra um aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB og þróun mála inn­an sam­bands­ins.

Ágúst Þór sagði í sam­tali að svo virt­ist sem Íslend­ing­ar hefðu ekki áttað sig á þeirri breyt­ingu sem varð á ESB frá því að Svíþjóð, Finn­land og Aust­ur­ríki fengu aðild árið 1995 og þar til Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur var inn­an ESB árið 2009 á að fá Ísland inn. ESB hefði því ekki ætlað að gefa neinn af­slátt af því að Ísland þyrfti að gang­ast und­ir heild­ar­lög­gjöf og al­menn­ar regl­ur sam­bands­ins. 

mbl.is Strandaði á sjávarútvegskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 139
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 2496
  • Frá upphafi: 1165413

Annað

  • Innlit í dag: 121
  • Innlit sl. viku: 2147
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband