Leita í fréttum mbl.is

Jón Daníelsson í LSE lýsir evrubölinu

jondan
Jón Daníelsson, hagfræðingur og forstöðumaður rannsóknaseturs um kerfislega áhættu við hinn merka háskóla, London School of Economics, sagði í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag að hið efnahagslega misvægi á evrusvæðinu væri grafalvarlegt. Einkum væri ástandið hættulegt á Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi vegna þess kerfislega misvægis sem evran veldur.
 
Jón sagði að ofangreindum ríkjum hefði ekki tekist að breyta skipulagi efnahagsmála nægilega mikið svo að um raunhæfa skuldaminnkun væri að ræða. Þegar vextir færu að hækka, sem væri óumflýjanlegt, þá myndi vaxtakostnaður hækka umtalsvert í þessum löndum svo að miklir erfiðleikar hlytust af.
 
Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af ESB. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir verulega hættu á frekari niðursveiflu og stöðnun í Evrópu í ræðu sem hún flutti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsns í Washington í gær. 
 
Mikill er máttur evrunnar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flestir þekktustu hagfræðingar heims sjá orðið ókostina og eymd Evrunnar - Nema æstustu og óraunhæfustu íslensku aðildarsinnarnir sem stinga hausnum í sandinn þegar æ fleiri volæðis fréttir berast af Evru svæðinu !

Gunnlaugur I., 10.10.2014 kl. 15:24

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Við hérna í sauðalitunum upp á Íslandi höfum vitað þetta lengi nema náttúrulega nokkrir "die hard" sambandssinnar.

Svo alvarlegt er ástandi í sumum fórnarlöndum evrunnar að millistéttin er nánast horfin.

Eggert Sigurbergsson, 10.10.2014 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 100
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 1938
  • Frá upphafi: 1187165

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 1706
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband