Leita í fréttum mbl.is

Óþörf sturtuhausatilskipun frá ESB

Tilskipun ESB um þrengri sturtuhausa er algjörlega óþörf hér á landi. Hið sama má segja um tilskipun sem bannar að vatnið verið heitara en 41 gráða á Celsius. Þessar meðaltalsreglur ESB sem ganga út frá ástandinu í Mið-Evrópu eru farnar að nálgast mörk hins fáránlega. Frosti Sigurjónsson þingmaður telur að þetta þurfi að stöðva. Er enginn annar að bregðast við þessu?

Morgunblaðið greinir frá þessum nýju viðmiðum ESB í dag - á blaðsíðu 14. Dropateljaraviðmiðin verða alsráðandi þegar fólk fer í sturtu ef fram fer sem horfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vill Frosti stöðva samþykktirir ESB? Ja hérna. Þá þarf Ísland fyrst að gerast aðili.

Annars væri þetta í góðu lagi hér enda býst ég við að vatnsnotkun  flestra sé hvort sem er innan marka. Aðrir ættu að venjast þessu fljótlega.

Það er í góðu lagi að spara bæði heitt og kalt vatn þó að þörfin á því sé minni hér en á meginlandinu. Annars geta menn keypt sturtuhausa annars staðar frá ef þetta er sáluhjálparatriði.

Ótrúlegt hvað ESB-andstæðingar geta verið örvæntingarfullir í sínum aðfinnslum. Á sínum tíma mátti ekki heyra á það minnst að spara orku með sparperum og nú þetta.

Þetta er spaugilegt.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 13:55

2 identicon

Hmmm.... Ásmundur, þú hefur ekki tekið greindarvísitöluprófið. Það er ekki alveg nógu gott.

Eina örvæntingin er í þér, þú æðir áfram og bara verður að segja eitthvað, jafnvel þó þú hafir ekkert að segja, og það litla sem kemur frá þér hljómar eins og þú sért vangefinn páfagaukur með munnræpu.

Er það í góðu lagi að lifa í Sovétríkjunum? Þar sem allt er ákveðið af nefndum og einhverjum möppudýrabjánum.

Bíddu... möppudýrabjánum? Það ert þú!!

Ahh... er þetta þá ástæðan á bakvið þessa geðveilu þína? Þú, sem möppudýr, vilt öðlast meiri áhrif og merkilegra líf.

Nú fer þessi della í þér að meika smá sens. Litla sálin í þér veit innst inni hvað þitt líf er ómerkilegt og á þá ósk heitasta að á sig verði hlustað, að einhver taki mark á sér, að þú verðir eitthvað annað en þunglynda og vælandi möppudýrið sem þú ert.

Sorry, en það er aldrei að fara að gerast. Þótt Ísland myndi fara inn í ESB, og þó að Brussel sé kjaftfullt af sjálfsupphöfnum möppudýrum eins og þér, þá færðu samt aldrei inni hjá þeim.

Þú ert of heimskur.

Taktu nú greindarvísitöluprófið, litli bjáninn þinn, og þá sérðu það alveg sjálfur með eigin augum.  

palli (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 15:01

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bjúrókratarnir í Brussel eru nú komnir með tilskipanir sínar og ráðsmennsku inn í sturtuklefana okkar.

Næst læðast þeir sennilega inn í svefnherbergin okkar, með tilskipanir sínar og sérvisku.

Þessi forræðis hyggja er algerlega óþolandi og hefur ekkert með frjáls viðskipti eða frelsi eða velferð borgaranna að gera.

Gunnlaugur I., 15.10.2014 kl. 15:28

4 identicon

Það er rétt að þetta hefur ekkert með frjáls viðskipti eða frelsi að gera enda fleira sem skiptir máli.

Aftur á móti snertir þetta velferð borgaranna. Vatns- og orkusparnaður dregur úr eftirspurn á þessum gæðum og ætti því að hafa áhrif til lækkunar á verði og jafnvel koma í veg fyrir skort.

Slíkur hugsunarháttur samræmist hins vegar ekki frjálshyggjunni. Gengdarlaus sóun er eitt einkenni hennar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 18:08

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur! ,,Já enda fleira sem skiptir máli,,-eins og fyrr,allt í nærumhverfi ESb. og í Brussel. Nú er það bráð aðkallandi fyrir Búróið að sýnast vera með lífsmarki. Ríkisstjórn Íslands verður að losa okkur úr þessum fáranleika.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2014 kl. 19:12

6 identicon

Það er alltaf nákvæmlega það sama með forræðishyggjuna. Það fólk sem mest hrokafullt, sjálfsupphafið og grunnhugsandi, er fólkið sem telur að það sjálft ætti að hafa vit fyrir öðrum. Óþroska smásálir og frekjudollur.

Ergo, Ásmundur möppudýr.

Verstu úrhrökin í t.d. kommúnismanum eða nasismanum voru bókstafstrúarfólk eins og Ásmundur. Hugmyndafræðin skiptir í rauninni engu máli. Það vill bara stjórna, vera merkilegt með sjálfan sig, finna fyrir áhrifamætti sínum, því innst inni eru þetta vælandi smásálir og geðsjúklingar.  

palli (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 20:12

7 identicon

Sjálfsagt eru nær allir sturtuhausar sem seldir eru í Evrópu framleiddir í Kína og ef ísl. fyrirtæki vildi flytja in gömlu gerðina yrði það líklega að panta heilan gám, margra ára birgðir. Það besta við fréttina er tvennt:

1) Við megum nota okkar gömlu sturtuhausa áfram, þeir ætla af sinni góðmennsku að leyfa það.

2) Það eru til önnur lönd í heiminum en Kína og Evrópusambandið.Þaðan frá er ennþá frjáls innflutningur á sturtuhausum og minni kröfur um stórar pantanir. 

Örn Johnson'43 (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 23:52

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er reyndar stósniðugt fyrir nánast allar 450 milljónirnar sem búa á evrópska efnahagssvæðinu, þar sem nær ALLT vatn er hitað með rafmagni og/eða bruna á jarðeldsneyti, me tilheyrandi CO2 útblæstri og gróðurhúsahrifum.

Skeggi Skaftason, 16.10.2014 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 317
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2072
  • Frá upphafi: 1162524

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 1848
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband