Fimmtudagur, 16. október 2014
Guðlaugur Þór segir misskilnings gæta um ESB
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir að andstaða við aðild að ESB sé það mikil meðal Íslendinga að innganga verði aldrei að veruleika. Hann segir einnig að vel sé hægt að taka upplýsta ákvörðun um málið nú þegar þar sem við vitum hvað felst í því að ganga í ESB. Allt efni sem skipti máli hvað það varðar liggi fyrir eins og opin bók.
Þetta kemur fram í viðtali við Guðlaug Þór í Viðskiptablaðinu fyrir viku síðan. Þar segir Guðlaugur m.a. gæta misskilnings um eðli og tilgang Evrópusambandsins. Það hafi verið hugsað til að binda saman valdamestu þjóðir Evrópu til að draga úr líkum á stríði þeirra í milli. Liður í því var að gera verslun á milli landanna frjálsa, en reisa svo tollamúra umhverfis bandalagið til að vernda innlenda framleiðslu sambandsríkja frá samkeppni að utan. Evrópusambandið hafi aldrei verið leiðandi í því að gera verslun í heiminum frjálsari. Þar hafi Bandaríkin og Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, dregið vagninn.
Þá segir Guðlaugur að við Íslendingar ættum í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin að stuðla að miklu meiri viðskiptum og samskiptum við ríki utan ESB. Þar séu ótal tækifæri.
Nýjustu færslur
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 17
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 1855
- Frá upphafi: 1187082
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1636
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að slíkur maður skuli sitja á Alþingi íslendinga er þjóðinni til mikillar skammar. Þvílík siðblinda! Ef við eigum að komast í tölu siðaðra þjóða verðum við að vera vandlátari í vali á alþingismönnum.
Það veit enginn hve margir eru hlynntir aðild fyrr en samningur liggur fyrir. Við vitum þó að skv skoðanakönnunum vill mikill meirihluti ljúka aðildarviðræðum til að geta tekið afstöðu og um 80% vill að kosið verði um hvort viðræðum verði haldið áfram.
Þetta bendir til að ef samningurinn verður góður eru miklar líkur á að hann verði samþykktur.
Eru framsóknarmenn og sjálfstæðismenn á þingi upp til hópa siðblindingjar? Það er algjörlega ljóst að ef þeir vilja svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu er það eingöngu af hræðslu við að þjóðin samþykki aðild. Hvers vegna ættu þeir annars að svíkja loforðið ef þeir eru svona vissir um að Íslendingar hafni aðild?
Því miður vita Íslendingar allt of lítið um hvað felst í aðild, ekki síst vegna blekkinga ESB-andstæðinga. Þegar það verður ljóst að loknum samningi að við höldum öllum aflaheimildum og náttúrauðlindum trúi ég að aðild verði samþykkt.
Það hefur margoft verið staðfest úr innsta hring ESB að í samningum við ESB er samið um sérlausnir vegna sérstakra aðstæðna. Samningar annarra þjóða við ESB innihalda slíkar sérlausnir.
Það er því með algjörum ólíkindum að þingmenn og jafnvel ráðherrar skuli vera svo siðblindir að reyna að ljúga því að þjóðinni að ekki sé um neitt að semja við ESB.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 14:50
Þú ert vinsamlegast beðinn um að virða almennar siðareglur hér á blogginu, Ásmundur, og ekki vera að saka menn um lygar þegar þeir eru að segja skoðanir sínar á stöðu mála. Það fer heldur ekki vel á því þegar þú ert með svona stórkarlalegar yfirlýsingar að vera að saka þingmenn, ráðherra og kjósendur almennt um siðblindu. Vinsamlegast reyndu að stilla þessum sleggjudómum í hóf.
Heimssýn, 16.10.2014 kl. 15:00
Ásmundur. Hvað fá menn borgað fyrir svona áróðursskrif eins og kemur frá þér og öðrum háværum ESB sinnum. nú vitum við að það eru málaliðar á vegum Evrópustofunnar sem fá borgað en spurningin er aftur hve mikið. Eigum við hin sjens á að vinna okkur inn aur með svona skrifum gegn okkar eigin samvisku og þá er ég ekki að tala um landráð sem þið stuðlið að. Bendi þér á að lesa kafla X í hegningalaga bálkanum um landráð
Valdimar Samúelsson, 16.10.2014 kl. 15:16
Það er varla við núverandi stjórn að sakast, eða einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans, Mundi minn, þó þú látir óvandaða menn ljúga því að sér, að um eitthvað sé að semja, eða einhverjar undanþágur séu í boði.
Það er sennilega nærtækara að skoða af hverju þú trúir þessari steypu, þrátt fyrir að forráðamenn ESB hafi ítrekað bent á að ekki sé um neinar undanþágur að ræða, hvorki frá regluverki né stjórnarskrá sambandins.
Það er orðið dálítið pínlegt að horfa upp á grátbólgna putta þína, Mundi minn, hamast á lyklaborðinu, reynandi að sannfæra aðra um að trúa sömu steypu. Það er nefnilega þannig, að þó þú sért tornæmur, og skiljir ekki hvað felst í aðlögun að ESB, þá er ekki svo illa komið fyrir íslenskri þjóð, hún skilur málið mæta vel, og þess vegna er eiginlega enginn lengur að tala um aðlögun að ESB, nema þú.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 15:39
Við erum mörg, jafnvel meirihluti þjóðarinnar, sem teljum það alvarlega siðblindu að ná í atkvæði með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna og nota svo þann meirihluta sem þannig fæst til að svíkja loforðið og slíta viðræðum.
Þetta yrðu að sjálfsögðu mjög alvarleg svik. Ekki er nóg með að stefnt sé að því að hafa enga þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu þrátt fyrir loforð þar um. Það dugar ekkert minna en að slita viðræðunum og koma þannig i veg fyrir að hægt sé að sækja um aðild næstu ár eða áratugi.
Allar ESB-þjóðirnar hafa gert samning um aðild og borið síðan samninginn undir þjóðina. Þannig gengur aðildarferlið fyrir sig. Hvers vegna í ósköpunum hafa þessar þjóðir verið að eyða mörgum árum í samninga? Það var auðvitað vegna þess að það var nauðsynlegt.
Það er svo fáránlegt að menn skuli vera að ræða á þessum nótum að manni dettur i hug að hér séu ekki bara ótrúleg ómerkilegheit í gangi heldur einnig heimska enda sýna skoðanakannanir að þjóðin trúir ekki þessu bulli. Yfir 80% vill fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.
Styrmir Gunnarsson talaði á sínum tíma um siðblinduna í íslenskum stjórnmálum þar sem allt væri leyfilegt. Allt var þetta rétt hjá Styrmi. En var hann ekki og er hann ekki á kafi í þessari spillingu sjálfur?
Loforðasvik og blekkingar um aðildarferlið eru ekki skoðanir. Skoðanir um að slíkt sé í góðu lagi ber að hafna kröftuglega og með mikilli vandlætingu. Þjóðin mun mæta á Austurvöll til þess ef á reynir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 16:46
Það hefur enginn lofað þér atkvæðagreiðslu, Mundi minn. Hitt er rétt, að ekki verður haldið áfram aðlögun, nema að halda um það atkvæðagreiðslu.
Það er nú meira hvað þú misskilur allt, karlinn minn, ja, eða skilur bara alls ekki. Það er heldur kjánalegt að lofa allri þjóðinni niður á Austurvöll, allt vegna þess að þú skilur ekki hlutina. Vissulega má búast við því að hagmunaðilar í Samfylkingu, hinni Samfylkingunni og VG nái í mótmælaspjöld sem geymd eru á flokksskrifstofunum og tölti niður á Völl, en það verða nú ekki nema nokkrir tugir manna, og kannski einhverjir kjánar sem enn trúa þeim.
En kjánalegast er nú það, að þú skulir hafa kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsókn, vegna misskilnings, og að þú skulir koma fram og viðurkenna það.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 17:31
Hvað þarf að endurtaka sömu hlutina oft til að það síast inn í páfagauka-heilann þinn, Ásmundur?
Eru einhver takmörk fyrir þessari þráhyggju?
Hérna, enn einu sinni, er það sem sjálft ESB segir um ferlið. Hvað nákvæmlega á sér stað í kollinum á þér þegar þú lest þetta? Hvernig er hægt að vera jafn blindur og vitlaust og þú????
„First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“
Hvað nákvæmlega ertu ekki að skilja? Hversu oft þarf að stafa þetta fyrir þig? Hvað er vandamálið í hausnum á þér?
palli (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 17:40
Ásmundur "ESB" sinni er í kasti hann er loksins að átta sig á því að taflið er tapað !
Lygin um dýrðir ESB og allur sá lygavefur Brussel valdsins er að þrotum komin !
Gunnlaugur I., 16.10.2014 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.