Leita í fréttum mbl.is

Össur sakar ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskránni vegna EES

ossur

Ætlar ríkisstjórn Íslands að samþykkja breytingar á fjármálaeftirliti sem ganga gegn stjórnarskrá Íslands. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, veltir því fyrir sér. Það er fyllsta ástæða til þess að gefa orðum Össurar gaum að þessu sinni.

Sjá hér einnig umfjöllun norsku samtakanna Nei til EU um sama mál

Össur segir í ræðu sinni á Alþingi 15. október 2014:

Herra forseti. Ég hef á umliðnum missirum margsinnis vakið máls á því að ég tel að framkvæmd EES-samningsins sé komin töluvert umfram það sem stjórnarskráin heimilar. Við höfum á síðustu árum samþykkt allnokkur mál þar sem við höfum framselt vald út úr landinu til yfirþjóðlegra stofnana. Þetta hefur verið varið hér á Alþingi og af ýmsum stjórnarskrárspekingum með því að ef maður skoði hvert einstakt afmarkað mál þá sé það að minnsta kosti á gráu svæði. Ég tel hins vegar að ef við skoðum heildaráhrifin öll saman þá séum við fyrir löngu komin út fyrir þau mörk.

Nú held ég hins vegar að komið sé að kaflaskilum í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur í þessari viku lýst því að hún hefur náð samkomulagi um það með hvaða hætti á að innleiða flóknar og djúpstæðar tilskipanir frá Evrópusambandinu um fjármálaeftirlit. Það er að sönnu fyrirhugað að byggja það á hinu tveggja stoða kerfi sem EES-dæmið allt saman gengur út á. Það breytir hins vegar engu um að með þessu er verið að selja til yfirþjóðlegrar stofnunar mikið vald til að seilast í innviði fjármálakerfisins á Íslandi ef slíkar aðstæður skapast. Ég tel að það sé ekki hægt að óbreyttri stjórnarskrá. Ég tel að ekki sé hægt að innleiða þetta nema stjórnarskránni sé breytt.

Það er athyglisvert að sjá hvernig Norðmenn hafa nálgast þetta. Þeir hafa skoðað málið og í gær lýsti ríkisstjórnin því yfir að um væri að ræða svo mikið framsal valds að hún treysti sér hvorki til að leggja fram frumvörp né samþykkja þau nema það verði gert á grundvelli sérstaks ákvæðis norsku stjórnarskrárinnar sem heimilar slíkt en kveður jafnframt á um að það þurfi ¾ allra þingmanna til að samþykkja það. Því miður hefur stjórnarskrá okkar ekkert slíkt ákvæði og þess vegna tel ég að þetta sé ekki hægt nema við breytum stjórnarskránni áður.

Ég vildi segja þetta, herra forseti, vegna þess að ég tel að þingið verði að gera sér grein fyrir því að þetta eru kaflaskipti. 


mbl.is Telur að breyta þurfi stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Össur veit þetta og þetta er rétt hjá honum það mikið má hann eiga þótt hann sé í Samfylkingunni.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2014 kl. 22:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands,, er eina löglega gildandi stjórnarskráin á Íslandi.

,,Stjórnarskrá Íslands" hefur ekki ennþá verið samþykkt á þjóðaratkvæðagreiddan, löglega framkvæmdan og siðmenntunarviðurkenndan  hátt af Íslensku þjóðinni. Það hefur einungis verið samþykkt í þjóðar-skoðanakönnun, með 5 sérvöldum háttsettra manna hugmynda-greinum, hvort sú hugmyndafræði væri samþykkt sem grunnur að þeirri nýju stjórnar-"biblíu". Þ.e.a.s. spurningu um hvort að Íslenska þjóðin samþykki að hugmyndir  í ,,Stjórnarskrá Íslands"  yrði lögð til grundvallar við gerð nýrrar ,,Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands".

Það er mikilvægt að skilja nafnamuninn á löglega gildandi stjórnarskrá Íslands, og enn ólöglegri, ógildri og ókláraðri nýrri stjórnarskrá. 110 ára geymsla pappíra á þjóðskjalasafni Íslands breyta ekki lögum um gildandi stjórnarskrá. Ef þessi þöggunarpólitík pappíra síðustu ríkisstjórnar á að leyna blekkingarvinnubrögðum stjórnarráðsins og fleiri, þá er það ekki í samræmi við siðmenntaða stjórnsýsluhætti réttarríkja.

Eitthvað er það, sem ekki þolir dagsins ljós! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2014 kl. 23:00

3 Smámynd: Elle_

Hann vissi líka að breyta yrði stjórnarskránni ef landið ætti að verða yfirtekið af Brusseldýrðinni, Valdimar.  Það bara skipti engu máli fyrir þennan ómarktæka mann sem manna mest braut gegn stjórnarskránni. 

Elle_, 18.10.2014 kl. 00:48

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sviss getur lifað af og verið eitt ríkasta land veraldar án EES samningsins.

Það er ekki sama tollaumhverfi í heiminum og var fyrir 20 árum og hafa tollar í alþjóðaviðskiptum lækkað jafnt og þétt. Við erum með fullt frelsi á sölu flestra okkar fiskafurða samkvæmt fríverslunarsamningi Íslands og ESB frá 1972 sem veitir okkur fullt tollfrelsi í um 80% af okkar fiskútflutningi.

Það er ekkert sem segir að við getum ekki samið tvíhliða við ESB um það sem út af stendur. Sannleikurinn er sá að Evrópa er sjálfu sér ekki nægt um það sem við framleiðum helst þ.e. fisk og ál(3% tollur án EES).

Framtíðartækifæri Íslands í viðskiptum eru fyrir utan ESB enda er ESB bara 6% af heiminum og fer lækkandi.

Eggert Sigurbergsson, 18.10.2014 kl. 05:21

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

EES/ESB er ekki það sama og Evrópa.

Þjóðir Evrópu og víðar eru í gíslingu þessa klikkaða EES/ESB-marklausa heimsveldis-hertökuvalds banka/eiturlyfjamafíuhvítflibba. Reglur og framkvæmd standast ekki skoðun í EES/ESB, frekar en hjá öðrum heimsveldiskúgurum.

Þess vegna er mikilvægt að afnema forsjárhyggju og boð/bönn á svokölluðum ólöglegum eiturlyfjum. Hvorki hollusta né óhollusta er hugsjóna-hugarfóstur sölumanna mafíuhvítflibba veraldar. Glæpsamlegur og siðblindur eiginhagsmunagróði er eina hugsjón og framtíðarsýn einokunarmafíu heimsveldisins.

Boð og bönn eru lykillinn að glæpavæðingu á öllum stigum samfélaga heimsins. Fræðsla, frelsi og leyfð sjálfsábyrgð einstaklinga er eina siðmenntaða færa leiðin að friðsamari, frjálsari og betri heimi.

Rotvarnarefni og fleiri matareiturefni og erfðabreytingar eru meiri sjúkdóma og dauðavaldar en þessi pólitíska blekkingar-tortímingarpólitík og hegningar svokallaðra ólöglegra "eiturlyfja".

Samkvæmt siðmenntuðum lögum og rétti eiga allir að sitja við sama frjálsa og siðmenntaða réttlætisborðið. Allir bera á einhvern hátt ábyrgð á að mannúðlegu og siðmenntuðu réttlætinu sé framfylgt. En ekki með öfgum, lygum og ofbeldi. Ef öll lygin um leyfðu okurmarkaðslyfjamafíu-eiturlyfin yrði opinberuð, þá kæmi margt merkilegt í ljós um siðblinda græðgi-markaðssetningu og viðskiptaspillingu viðskiptamafíukónga veraldarbankaeinokunar.

Þessa glæpabanka/viðskipta-þróun verður að stoppa með upplýstri og frjálsri umræðu um allan heim. Það er allt að vinna og engu að tapa lengur, með því að opna á sannleiks-umræðu, þvert á öll landamæri heimsins. Vonandi skilja sem flestir þá staðreynd, að þöggun, hótanir, ofbeldi, og kúgun er ekkert annað en óréttlætisfangelsi hér á jörð.

Skaði eins er skaði allra, þegar til lengri tíma er litið. Þannig virkar lögmálakarma veraldar. Það er til svo margvísleg orka í þessum heimi, sem ekki hefur enn verið opinberuð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2014 kl. 13:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru greinilega byrjaðir að undirbúa áframhaldandi viðleitni til að liða sundur stjórnarskránna og leyfa takmarkalaust fullveldisframsal svo þeir komist nú í bandalagið langþráða.

Nú á að nota EES samninginn sem Trójuhest.

Hafa skal í huga að við gerðumst aðilar að EES eingöngu vegna þess að til þess skipuð nefnd komst að því að það framsal sem í því fólst félli innan ramma stjórnarskrárinnar. Nokkuð sem þó var mjög umdeilt og er enn.

Fáránleiki þess að ætla að eftir það ráði samningurinn því hvernig stjórnarskráin virkar eftir því sem lengra er gengið á lagið með framsalskröfum.

Málið er einfalt. Við erum með stjornarskrá sem rúmaði samvinnuna í þeirri mynd sem hún var þá. Allt sem krafist er um framsal valds umfram það ber því ekki að samþykkja.

Ef EES unir því ekki að fá ekki að vaxa sem æxli sem étur upp grunnlög landsins, þá er sjálfhætt þeirri samvinnu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 299
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2779
  • Frá upphafi: 1164986

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 2388
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband