Laugardagur, 18. október 2014
Gengisfall Evrópuhugsjónarinnar og spekileki vegna evrunnar
Kunnáttufólk flýr frá Evrópu. Svokallaður spekileki virðist fara saman við upptöku evrunnar og evrutímabilið. Hvort sem það er spekilekanum að kenna eða ekki þá hefur sérfræðingum evrulandanna ekki tekist að vinna bug á evruvandanum á þeim sex árum frá því hann kom alvarlega í ljós.
Um þetta var fjallað í Spegli Ríkisútvarpsins í gær.
Texti fréttamanns RUV er svohljóðandi:
Spekileki eða Brain Drain er orðið meiriháttar vandamál í Evrópu. Skortur á sérfræðingum er viðvarandi vandamál sem stöðugt verður verra.
Evrópa á fullt í fangi með að bjarga sameiginlegum gjaldmiðli eftir langvarandi efnahagskreppu. Í Foreign Affairs segir að álfan standi frammi fyrir enn stærra vandamáli. Sérþekkingin er að hverfa. Þrátt fyrir viðvarandi atvinnuleysi tekst ekki að manna tuttugu og sjö prósent lausra staða á ári hverju vegna skorts á hæfum umsækjendum. Gert er ráð fyrir að árið 2020 vanti níu hundruð þúsund sérfræðinga, bara í tölvutækni og í Þýskalandi skorti eina milljón sérfræðinga í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.
Ráðamenn í Evrópu viðurkenna vandann. Fráfarandi menntamálastjóri Evrópusambandsins, Androulla Vassiliou segir að skortur á sérþekkingu muni draga kjark úr ungu kynslóðinni og minnka velmegun í álfunni til framtíðar. Í úttekt Foreign Affairs segir að röngum aðferðum hafi verið beitt til að fást við þennan vanda. Evrópusambandið hafi reynt að laða til sín sérfræðinga frá öllum heimshornum með breyttri innflytjendalöggjöf en mun hagkvæmara væri að leggja áherslu á að endurheimta þá sem hafa yfirgefið Evrópu til að vinna annars staðar. Endurheimt sérfræðiþekkingar ætti að vera í forgrunni, ekki innflutningur þekkingar.
Þessi spekileki er meiriháttar vandamál. Frá upptöku evrunnar hafa mun fleiri sérfræðingar yfirgefið Evrópu en hafa komið í þeirra stað. Evrulöndin er fimmtán. Fram að fjármálakreppunni yfirgáfu hundrað og tuttugu þúsund fleiri menntamenn hvert þessara landa en komu í stað þeirra. Flestir hafa farið til Bandaríkjanna í leit að betri kjörum og í háskólasamfélag í sérflokki. Á árunum tvö þúsund til tvö þúsund og átta tapaði Ítalía einni og hálfri milljón sérfræðinga. Efnahagskreppan í Evrópu hefur orðið dýpri en ella vegna fólksflóttans. Á undanförnum árum hefur fagfólk flúið þau lönd sem verst urðu úti í kreppunni, Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Forsætisráðherra Portúgals hefur hvatt landsmenn til að flýja atvinnuleysið í landinu og árlega yfirgefa hundrað þúsund sérfræðingar landið. Og nú leita menn ekki eingöngu til Bandaríkjanna. Afríka og Suður-Ameríka eru orðnar áfangastaðir fyrir fólk með sérfræðiþekkingu. Háskólamenntun er að verulegu leyti kostuð af ríkinu og því er þetta sérlega blóðugt fyrir Evrópuríkin. Þetta er í raun glötuð fjárfesting.
Tilraunir til að laða að erlenda sérfræðinga hafa lítinn árangur borið. Miklu fleiri sérfræðingar yfirgefa álfuna en koma í staðinn. Fólk með sérfræðiþekkingu leitar annað en til Evrópu. Innflytjendalöggjöfin er enn ströng, fjölbreytt tungumálaflóra er ekki aðlaðandi og uppgangur öfgaflokka sem berjast gegn erlendu fólki er ekki til að bæta stöðuna. Mun hagkvæmara væri að reyna að endurheimta brottflutta sérfræðinga. Þeir eigi rætur í Evrópu og lenda því mun síður í aðlögunarerfiðleikum eins og þeir innfluttu sem að auki staldri oft stutt við og sendi drjúgan hluta tekna sinna til heimalandsins. Þeir brottfluttu hafa að auki aflað sér reynslu og þekkingar ytra sem sé afar verðmæt, að ógleymdum þeim auðæfum sem margir þeirra tækju með sér heim. Því þurfi að móta stefnu til að laða sérfræðingana heim með skattaívilnunum, forgangi á vinnumarkaði og aðgangi að lánsfé til að stofna ný fyrirtæki. Þetta eigi þó aðeins að beinast að ungu fólki með verðmæta sérþekkingu. Vísindamenn, verkfræðingar og frumkvöðlar í tölvutækni sem eru yngri en fjörutíu ára ættu að vera í forgangi. Mikilvægast sé þó að ryðja úr vegi hindrunum fyrir frumkvöðlastarfi og efla æðri menntun. Nýsköpun og frumkvöðlastarf eigi einfaldlega erfitt uppdráttar í Evrópu.
Mörg ljón eru í vegi slíkra breytinga. Ef laða á sérfræðinga heim með sérkjörum er hætt við að þeir sérfræðingar sem aldrei fóru telji að þeir fái ósanngjarna meðferð. Og það er óíklegt að sérfræðingarnir færu endilega þangað sem þeirra er mest þörf. Ólíklegt er að þetta sérfræðimenntaða fólk myndi setjast að í fátækari löndunum við Miðjarðarhafið. Líklegra er að betur stæð lönd norðar í álfunni yrðu áfangastaður þessa fólks. Róttækra aðgerða er engu að síður þörf til að berjast gegn þessum alvarlega spekileka. Það verður ekki auðvelt en er algjörlega nauðsynlegt. Annars mun hæfasta fólkið sniðganga Evrópu, hvort sem það er upprunnið þar eða ekki og álfunni heldur áfram að blæða.
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 409
- Sl. sólarhring: 503
- Sl. viku: 2247
- Frá upphafi: 1187474
Annað
- Innlit í dag: 378
- Innlit sl. viku: 1998
- Gestir í dag: 356
- IP-tölur í dag: 349
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað þýðir orðið ,,gjaldmiðill"?
Hvað þýðir orðið ,,spekingur"?
Hvað þýðir orðið ,,fræðingur"?
Hvað þýðir orðið ,,viska"?
Hvað þýðir orðið ,,siðmennt"?
Hverju svara spekingar svokallaðs "siðmenntaðs" heims hergagnaframleiðslu, dráps og hertökugróða?
Það þarf að endurskoða eitthvað hjá hinum siðmenntaða og háskólablekkta heimi spekinganna.
Vísindi og viðskipti, án siðferðis og réttlætis, eru einungis siðlaus hagvaxtardrápsvopn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2014 kl. 13:31
Svakalega eru þið hrædd við ESB og það sem það mun gera fyrir okkur...alveg til skammar að hlusta á ykkar bull
Heimskusýn!!!
þorsteinn (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 18:38
Huggunarorð þín Þorsteinn! --Þessi pistill er nákvæmlega eins og hann er lesin í spegli Rúv. Sérfræðingar Evrulanda ráða ekki við vandamál Evru-draumsýnar sinnar. Spekin tollir ekki hjá þeim þar sem röngum aðferðum var beitt,segir í úttekt Foreign Affair. Á meðan höfum við gert rétt í því að hafna,fyrir það fyrsta inngöngu í Esb,þar með þessari molnuðu mynt.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2014 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.