Leita í fréttum mbl.is

Landshelgisgæsla Íslands ein af kjölfestum Evrópu í flóttamannamálum

Tyr_juli2013

Ýmsum þykir Evrópusambandið hafa tekið heldur lausum og lélegum tökum á þeim flóttamannavanda sem stöðugur straumur fólks norður yfir Miðjarðarhafið veldur Ítölum og fleiri þjóðum við norðanvert hafið. Viðbrögð ESB við ömurlegum aðstæðum fólks á leið yfir hafið þykja hæg og klén og svipað má segja um aðgerðir vegna þeirra sem ná alla leið upp á fast land.

Financial Times fjallar um þetta í dag. Í ár hafa fleiri en hundrað þúsund flóttamenn flúið sjóleiðina frá Afríku yfir til Ítalíu. Gæsluskip Ítala og Spánverja hafa á síðustu árum bjargað ámóta fjölda, eða um hundrað þúsund manns, frá bráðum bana vegna vosbúðar og volks yfir hafið. Meira að segja hlýr sjórinn í Miðjarðarhafi getur reynst illa búnum sjófarendum hættulegur.

Flóttamenn eyða oft aleigunni til að kaupa sér far yfir hafið fyrir sig og fjölskyldu sína með illa búnum bátum sem eru í eigu eða undir stjórn manna sem einskis svífast til að komast yfir fé fólksins. Í stað þess að reynast bjargvættir eru þetta ótýndir glæpamenn og ræningjar sem senda illa búna flóttamenn út á opið haf á ryðkláfum eða lekum byttum. Ófáir bátar hafa sokkið. Eitt óhuggulegasta dæmið var í sumar þegar glæpamennirnir sem réðu ferðinni lokuðu um hundrað flóttamenn inni í smábát án vatns og matar í langan tíma - og hitinn var nálægt fjörutíu stigum á Celcius við sjávaryfirborð. Stærsti hluti fólksins lést, þar á meðal nokkur ung börn. Fólkið hefur líka verið læst inni í bátum sem hafa sokkið.

Landhelgisgæsla Íslands hefur verið við björgunarstörf á þessum slóðum og bjargað stórum hópum fólks og eflaust komið einhverjum glæpamönnum á réttan stað líka.

Fregnir herma að Landhelgisgæslan muni fljótlega leggja í hann á nýjan leik í leit að illa búnum bátum flóttamanna suðurundan strönd Sikileyjar. Í svona verkefni er líklega betra að vera vel búinn. Vatnsbyssa getur komið sér ágætlega við vissar aðstæður, en sjálfsagt er betra að hafa í bakhöndinni eitthvað skjótvirkara ef takast þarf á við þá skipulögðu glæpastarfsemi sem stendur á bak við stóran hluta af flóttamannastraumnum. En sem betur fer virðast allar aðgerðir Landhelgisgæslunnar á þessum slóðum hafa farið mjög friðsamlega fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1176913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband