Leita í fréttum mbl.is

Landshelgisgćsla Íslands ein af kjölfestum Evrópu í flóttamannamálum

Tyr_juli2013

Ýmsum ţykir Evrópusambandiđ hafa tekiđ heldur lausum og lélegum tökum á ţeim flóttamannavanda sem stöđugur straumur fólks norđur yfir Miđjarđarhafiđ veldur Ítölum og fleiri ţjóđum viđ norđanvert hafiđ. Viđbrögđ ESB viđ ömurlegum ađstćđum fólks á leiđ yfir hafiđ ţykja hćg og klén og svipađ má segja um ađgerđir vegna ţeirra sem ná alla leiđ upp á fast land.

Financial Times fjallar um ţetta í dag. Í ár hafa fleiri en hundrađ ţúsund flóttamenn flúiđ sjóleiđina frá Afríku yfir til Ítalíu. Gćsluskip Ítala og Spánverja hafa á síđustu árum bjargađ ámóta fjölda, eđa um hundrađ ţúsund manns, frá bráđum bana vegna vosbúđar og volks yfir hafiđ. Meira ađ segja hlýr sjórinn í Miđjarđarhafi getur reynst illa búnum sjófarendum hćttulegur.

Flóttamenn eyđa oft aleigunni til ađ kaupa sér far yfir hafiđ fyrir sig og fjölskyldu sína međ illa búnum bátum sem eru í eigu eđa undir stjórn manna sem einskis svífast til ađ komast yfir fé fólksins. Í stađ ţess ađ reynast bjargvćttir eru ţetta ótýndir glćpamenn og rćningjar sem senda illa búna flóttamenn út á opiđ haf á ryđkláfum eđa lekum byttum. Ófáir bátar hafa sokkiđ. Eitt óhuggulegasta dćmiđ var í sumar ţegar glćpamennirnir sem réđu ferđinni lokuđu um hundrađ flóttamenn inni í smábát án vatns og matar í langan tíma - og hitinn var nálćgt fjörutíu stigum á Celcius viđ sjávaryfirborđ. Stćrsti hluti fólksins lést, ţar á međal nokkur ung börn. Fólkiđ hefur líka veriđ lćst inni í bátum sem hafa sokkiđ.

Landhelgisgćsla Íslands hefur veriđ viđ björgunarstörf á ţessum slóđum og bjargađ stórum hópum fólks og eflaust komiđ einhverjum glćpamönnum á réttan stađ líka.

Fregnir herma ađ Landhelgisgćslan muni fljótlega leggja í hann á nýjan leik í leit ađ illa búnum bátum flóttamanna suđurundan strönd Sikileyjar. Í svona verkefni er líklega betra ađ vera vel búinn. Vatnsbyssa getur komiđ sér ágćtlega viđ vissar ađstćđur, en sjálfsagt er betra ađ hafa í bakhöndinni eitthvađ skjótvirkara ef takast ţarf á viđ ţá skipulögđu glćpastarfsemi sem stendur á bak viđ stóran hluta af flóttamannastraumnum. En sem betur fer virđast allar ađgerđir Landhelgisgćslunnar á ţessum slóđum hafa fariđ mjög friđsamlega fram.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband