Föstudagur, 23. mars 2007
ESB viðurkennir að evran hafi ekki aukið viðskipti innan sambandsins
The Wall Street Journal greindi frá því 15. mars sl. að Joaquin Almunia, yfirmaður peningamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi viðurkennt að tilkoma evrunnar hefði ekki leitt til aukinna viðskipta innan sambandsins. Hann sagði: "Viðskipti innan Evrópusambandsins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa staðið í stað síðan árið 2000."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 184
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 2553
- Frá upphafi: 1165181
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 2181
- Gestir í dag: 149
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hélt að Heimssýn notaði ekki viðskipti sem einu aðalmælistikuna. En ef svo er, þá telja íslenskir viðskiptamenn krónuna vera fjötur um fót. Horfum til þess jákvæða sem lítið er í umræðunni hér, því hún er oft svo slagorðakennd, það hefur haldist friður í aðiladarríkjum ESB í rúma hálfa öld. Þar sem áður var síendurtekinn ófriður. Friðurinn var eitt af markmiðunum við stofnun og það er stórkostlegt að hann skuli halda.
Stærstur hluti af íslenskri löggjöf sem miðað hefur til mann- og lýðréttinda komin frá Evrópusambandinu, sem við höfum orðið að taka upp. Þannig að það er enginn ástæða til að óttast aðild. Það er nefnilega svo skrítið að réttindi einstaklinga aukast þó þjóðarhugtak og sjálfstæði skerðist. Svo er nú 80% af því sem sjálfstæðið mun skerðast þegar komið í gegn. Það sem eftir stendur er að gömlu kaldastríðsöflin í Sjálfstæðisflokki og VG vilja halda í þjóðrembuna og sameiginlega aðferðafræði, sem felst í því að vinna frekar bak við tjöldin, heldur en á opinn og lýðræðislegan hátt.
Aðkoma almennings að skipulagslöggjöf er meira og minna undir áhrifum frá Evrópu. Nýlegt dæmi af jákvæðum áhrifum er reglugerð um "umhverfismat áætlana". Með henni tókst Varmársamtökunum í Mosfellsbæ að fá stuðning í sinni baráttu að útivistarsvæði bæjarins fái að vaxa og dafna. Í reglugerðinni er kveðið á um að gera þurfi samanburð á milli valkosta. Akkúrat það sem við vorum að berjast fyrir. Þökk sé Evrópusambandinu. Í flestum löndum eru vinstrimenn hlynntir áframhaldandi samruna Evrópu og að sjálfsögðu að stefna að enn meiri friði og enn meiri mannréttindum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.3.2007 kl. 16:28
Evrópusambandið hefur ekki tryggt friðinn í Evrópu. Ef aðstæður hefðu leitt til þess að einræðisherra hefði komizt til valda í t.d. Þýzkalandi og ráðist í framhaldinu inn í Frakkland. Hvað hefði sambandið getað gert? Ekki neitt. Sem sýndi sig í stríðunum á Balkanskaganum í lok síðustu aldar þegar Evrópusambandið ætlaði að gera sig breitt og koma hlutunum í lag en varð svo að kalla á Bandaríkin og NATO sér til hjálpar. Það sem hefur tryggt friðinn í Vestur-Evrópu sl. 50 árin er fyrst og fremst kalda stríðið, vera öflugs bandarísks herliðs í álfunni og NATO. Þetta er hins vegar sennilega eitt bezta PR bragð sögunnar.
Mannréttindalöggjöfin er upphaflega komin frá Evrópuráðinu sem hefur ekkert með Evrópusambandið að gera.
Evrópusambandinu er að stóru leyti stjórnað með baktjaldamakki, eða hefurðu aldrei talað um reykfylltu bakherbergin í Brussel (sem raunar eru ekki reykfyllt lengur vegna þess að reykingar hafa víst verið bannaðar í byggingum sambandsins)? Stóru þjóðirnar innan Evrópusambandsins hittast t.a.m. reglulega áður en tekizt er á um mál á vettvangi sambandsins og samræma stefnur sínar og geta þannig í raun ráðið flestu sem þær vilja.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.3.2007 kl. 22:33
Já og aðeins 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn samkvæmt úttekt skrifstofu EFTA í Brussel.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.3.2007 kl. 22:35
Sæll Hjörtur
Þú virðist sakna kalda stríðsins sem leið til að halda fólkinu í mátulegum ótta við framtíðina. Ég var hinsvegar af tilviljun með rosknum hjónum, gyðingum, við borð á kaffihúsi í París fyrir nokkrum árum. Þetta voru greinilega vel upplýst hjón og miklir mannvinir. Þau héldu því fram og ég er sannfærður um að það er rétt, að efnahagslegur samruni milli þjóða Evrópusambandinu hafi skipt sköpum í að tryggja frið og samvinnu milli þessara landa.
Munurinn á aðferðafræði kaldastríðsaflanna hér á landi og ákvarðanatökunni í Brussel er sá að hérlendir ætla ekkert að koma út úr reykfylltu herbergjunum í Evrópusamstarfinu. Það held ég að verði óhollt til lengdar. Það er svipaðs eðlis og þegar íslenskir ráðamenn fóru til Washington á árum áður, en höfðu engan áhuga á utanríkispólitík, heldur bara hvort þeir gætu kreist út einhverja dollara fyrir veru hersins hér á landi. Þú mótmælir því ekki að margt af því sem helst hefur aukið réttindi borgaranna hér á landi, síðustu árin, er komið frá Brussel. Þeirri góðu borg. Við eigum að vera þátttakendur. Hugsanlega mynda einingu með hinum Norðurlöndunum, sem hefði svipað vægi og hver af stærri þjóðunum sunnar í áfunni. Það verður aldrei þannig að við verðum eitthvað valdalaust peð. Það verður aldrei þannig að höfðatalan ein ráði. Við verðum "landsbyggðaþingmaðurinn" í Brussel. Fyrir mér er það ekki slæm tilhugsun að verða íslenskur Evrópubúi, frekar en Íslendingur í Evrópu. Þó hvert land eigi að búa yfir sínu stolti, þá mun fjara undan þjóðrembunni og við verðum litatónn í breytileikanum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2007 kl. 01:08
Gunnlaugur:
Hvernig á ég að sakna kalda stríðsins þegar ég er ekki einu sinni nógu gamall til að muna almennilega eftir því þegar það var enn við líði? Nei, sem betur fer er því lokið. En það var ekki fyrr búið að sigrast á ólýðræðislega Sovét-bákninu þegar hið ólýðræðislega Brussel-bákn fór að taka stærri skref en áður í átt að einu ríki. Það er vissulega ekki sanngjarnt að öllu leyti að bera þetta tvennt saman en það eru engu að síður ýmis sameiginleg einkenni til staðar.
Ég efa ekki að rosknu Gyðingahjónin hafi trúað því sem þau sögðu þér og að þú sért sannfærður um að þau hafi haft rétt fyrir sér, en það gerir það vitanlega ekki að staðreynd. Staðreyndin er sú að hvað sem einhverjum efnahagslegum samruna líður er það eitthvað sem má á auðveldan hátt taka allt til baka ef vilji yrði fyrir því. Ef sú staða kæmi upp gæti Evrópusambandið ekkert gert. Þannig er það bara og sást vel á Balkanskaganum.
Og ef eitthvað er eykst baktjaldamakkið hjá Evrópusambandinu. Minni ríkin kvarta þannig í sívaxandi mæli yfir baktjaldamakki stóru ríkjanna innan sambandsins og að ákvaðarnir séu teknar af þeim í krafti stærðar sinnar bak við luktar dyr án aðkomu minni og meðalstóru ríkjanna.
Ég man ekki eftir að hafa samþykkt það heldur að réttarbætur hafi komið frá Brussel. Vissulega er Evrópusambandið ekki alvont og hefur sína kosti og galla eins og annað. Kostirnir blikna hins vegar í samanburði við gallana að mínu mati. Hitt er svo annað mál að þær réttarbætur sem komið hafa frá Brussel eru ekki samdar með aðstæður á Íslandi í huga og verða það aldrei frekar en annað sem þaðan hefur komið og mun koma. Við verðum alltaf afgangsstærð þar eðli málsins samkvæmt og ef eitthvað sem þar er ákveðið, stýrivextir eða annað, mun henta okkur mun það vera alger tilviljun.
Völd og áhrif aðildarríkja Evrópusambandsins fara í sívaxandi mæli eftir því hversu fjölmenn þau eru sem m.a. sést vel á því að neitunarvald einstakra aðildarríkja hefur verið afnumið í sífellt meiri málaflokkum og verður í enn fleiri ef t.d. fyrirhuguð stjórnarskrá sambandsins verður samþykkt. Þetta kemur eðli málsins samkvæmt litlum ríkjum sérstaklega illa.
Og hver er svo munurinn á því sem þú skírskotar til sem íslenzkri þjóðarrembu (mjög málefnalegt) og þeirri Evrópusambands-þjóðernishyggju sem sambandið hefur lengi unnið að því að innprenta íbúum sambandsins?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.3.2007 kl. 13:38
Friðurinn hefur haldist í ríkjum Evrópusambandsins en á Balkanskaga voru þjóðrembuhóparnir í ílldeilum og vildu á endanum útrýma hver öðrum. Áherslan á kynþætti, þjóðir og trú viðheldur endalausum ófriði við botn Miðjarðarhafs. Að því ógleymdu að blóðið hefur flætt víða um lönd þar sem Bandaríkin hafa á misheppnaðan máta reynt að þvinga sitt þjóðskipulag upp á aðra. Því er mikilvægt að áherslan sé á lýðræðisleg réttindi einstaklinga frekar en þjóðernislega sérstöðu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2007 kl. 15:04
Gleymdi að þakka Gísla hans innlegg, en ég var nú reyndar ekki að vísa til Grágásrtímabils. Við erum afskaplega stolt af okkar lögspekingum til forna, en yfirvöld hafa frekar verið í viðnámi gegn mannréttindaumræðu hér á landi á síðustu árum. Jafnvel gert hana tortryggilega. Minn punktur laut að því að benda á að ýmislegt það sem tengist auknum réttindum borgarana tengt stjórnsýslu, skipulagsmálum og fleiru má rekja til löggjafar frá ES sem tekin hefur verið upp í framhaldi af inngöngu í EES. Það er full ástæða að mæta bara í partíið og hafa áhrif á gleðskapinn!
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2007 kl. 15:16
Gunnlaugur:
Og þetta er hvernig svar við mínu innleggi eða afsannar það sem ég sagði?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.3.2007 kl. 16:05
Hvaða áhrif ertu að tala um? Þessa í mesta lagi 5 þingmenn af 732 á Evrópusambandsþinginu og önnur áhrif í samræmi við það?
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.3.2007 kl. 16:07
Þú fórst að tala um Balkanskaga í sambandi við þá staðreynd að friður hefur haldist í ríkjum Evrópusambandsins í rúma hálfa öld þar sem áður var síendurtekinn ófriður. Ég hafði áður bent á að réttindi einstaklinga aukast í Evrópusamstarfi, þó að þjóðarhugtakið veikist. Enda sé það vert til íhuganar hvort það sé ekki í lagi að það veikist enda er það ásamt trúnni ein meginástæða ófriðar. "Imagine there´s no ... "
Tel að við eigum að leita eftir samvinnu við Norðurlöndin að koma fram sem eining í sameinaðri Evrópu. Það er spennandi að móta þá framtíð. Við höfum í allri nefndavinnu í Evrópu miklu meira vægi heldur en höfðatala gefur tilefni til. Þar er oftast fulltrúi Íslands jafngildur og fulltrúi frá milljónaþjóðunum. Þannig að það þarf því ekki að kvíða áhrifaleysi.
Vestmanneyingar grínast oft með það að þeir tilheyri ekki fastalandinu. En svona á liðnum árum hefur mér sýnst að þeirra vægi í landstjórninni hafi verið nokkuð mikið. Þannig held ég að það verði með okkur í sameinaðri Evrópu. Evrópubúar munu ekki síður hafa áhuga á að vinna með okkur, ef við sýnum áhuga á að vinna með þeim. Búum til leiðir til að gera ákvarðanatöku skilvirkari ef eitthvað vantar upp á í "bákninu". Aðalmálið er að það sé til farvegur fyrir ákvarðanatöku í Evrópu. Vilt þú bara að Bush sjái um heimsstjórnina eða hvernig á skipulag samvinnu og ákvarðana að vera sem best og mest í heimi og álfum?
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2007 kl. 17:07
Tek hér undir með Gunnlaugi B Ólafssyni - óvenju góð og réttsýn skrif en talsvert hefur okkur vantað á að skilja kjarnann frá hisminu. Ekki síst hefur hann blessaðan Ragnar Arnalds skort það sem eitt sinn varð á móti öllum helstu samningum okkar við útlönd í 50 ár (nema samtökum kommúnista) að eigin sögn af hræðslu við að það leiddi til ESB aðildar og hefur verið alla tíð síðan. - Líklega ekki til meiri opinberlegir útlendingafordómar og rasismi en hjá honum.
Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.