Leita í fréttum mbl.is

Evran óvinsćl á međal íbúa Evrópusambandsins

c_euroHátt í helmingur íbúa ţeirra ađildarríkja Evrópusambandsins sem nota evru sem gjaldmiđil vill taka aftur upp gömlu gjaldmiđla landanna samkvćmt skođanakönnun sem breska stofnunin Open Europe lét gera. Greint var frá ţessu í morgunfréttum Ríkisútvarpsins. 49% af íbúum evruríkjanna ţrettán vilja ađ fyrri gjaldmiđlar verđi aftur teknir upp, 47% vilja halda evrunni. Ađeins er meirihluti fyrir ţví ađ halda í evruna í sex af evruríkjunum ţrettán.

Í Evrópusambandsríkjunum fjórtán sem ekki tilheyra evru-svćđinu er mikil andstađa viđ evruna. Í ellefu ţeirra sagđist mikill meirihluti ađspurđra ćtla ađ greiđa atkvćđi gegn ţví ađ evran verđi tekin upp.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ţađ voru nú miklar hrakspár um evruna í byrjun. Er ţetta ekki allt á réttri leiđ, ađ um helmingur sé ánćgđari međ evruna en gamla landgjaldmiđilinn? Ţađ má alveg eins túlka máliđ ţannig. Var ekki veriđ ađ segja í fréttum ađ fjármálastofnanir í ýmsum löndum hefđu tekiđ höndum saman um ađ auka og auđvelda viđskipti međ evrur.

Heimssýn verđur ađ fara ađ eiga glađan dag, ţađ eru hátíđahöld um Evrópu alla, ţessa dagana. Morgunblađiđ, meira ađ segja, náđi ađ mćra Evrópusambandiđ í löngu máli í leiđara vegna afmćlisins, ţó skotiđ vćri inn ađ ţađ ţjóni ekki hagsmunum Íslands ađ ganga í sambandiđ ađ sinni.

Ađ sjá kost og löst á samvinnu í Evrópu er heimssýn sem einkennist af víđsýni. Ekki síđur ađ leggja málinu góđan hug og óskir, ađ samstarf ţjóđa og mannlíf allt eflist til framtíđar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.3.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ţetta flokkast nú ekki undir byrjunarerfiđleika lengur. Evran hefur einfaldlega ekki slegiđ í gegn, og ţađ er ekki Heimssýn ađ kenna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.3.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Studdi Alţýđubandalagiđ á sínum tíma, reyndi ađ lesa Ţjóđviljann til ađ fá línuna. Einn dag áttađi ég mig á ađ fyrirsagnirnar voru yfirleitt sterkar neikvćđar alhćfingar. Rankađi viđ mér og sá ađ ég var bara alls ekki í hópi ţeirra reiđu manna sem ađ virtist vera markhópur blađsins.

Finnst upplifunin vera í svipuđum anda hér á síđu Heimssýnar. Ţađ er bara tómt svartnćtti. Ratarinn er úti í leit ađ og tilraunum til ađ skilgreina vandamál, miklu frekar en ađ benda okkur á góđar lausnir. Ţađ er ekki viđurkennt ađ góđir hlutir séu ađ gerast í samvinnu Evrópuríkja. Ţetta endar međ einhverju allsherjar viđnámi gagnvart möguleikum framtíđar. Samanber glefsur úr fyrirsögnum á síđustu fćrslum;

...evran óvinsćl...  ...hafi ekki aukiđ...  ...neikvćđur gegnvart...  ...eru óásćttanlegar...  ...óraunhćfar...  ...miđstýring... ...andstađa í Noregi...  ...bannađ ađ kalla... ...ekki á dagskrá...

Fannst vanta eitthvađ upp á ađ skrifin hér vćru  bjartsýn og víđsýn, en óska ţess ađ allt félagsstarf hafi ţađ markmiđ ađ bćta samfélög og mannlíf.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.3.2007 kl. 16:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 966430

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband