Leita í fréttum mbl.is

Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar

ossurÖssur Skarphéðinsson er greinilega orðinn verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er orðin steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB en það er náttúrulega mesta firra. Öllum ætti að vera ljóst að Ísland er ekki á leiðinni inn í ESB.

Forystumenn beggja vegna Atlantshafsins hafa lýst yfir stuðningi við að helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fái aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Þar á meðal er Ísland. Þar hefur enginn sett það sem skilyrði að Ísland verði áfram umsóknarríki að sambandinu.

Framferði Össurar verður því að teljast mjög sérstakt og fremur til þess fallið að vega að hagsmunum Íslands en að standa vörð um þá. 

Sjá m.a. á fésbókarsíðu Hjartar J. Guðmundssonar alþjóðastjórnmálafræðings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er ekkert nýtt að forystufólk Samfylkingarinnar sé tilbúið að fórna þjóðarhagsmunum Íslands til að reyna að láyta villtustu drauma þeirra um ESB aðild Íslands rætast. Munið bata hvernig SF var reiðubúið til að beigja sig og hneigja fyrir löglausum kröfum og hótunum Brussel bossa í ICESAVE málunum. Einnig vildi SF láta allt undan ESB í makríldeilunni. Svik Samfylkingarinnar við þjóð sína munu fara í sógubæku og Islandssögu framtíðarinnar!

Gunnlaugur I., 24.11.2014 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 1607
  • Frá upphafi: 1161776

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1437
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband