Leita í fréttum mbl.is

ESB er friðarspillir

LaveBrochESB hefur spillt friði með afgerandi hætti í nokkur skipti. Þegar Þjóðverjar knúðu það í gegn að ESB-ríki mynd viðurkenna Króatíu þótt landið uppfyllti ekki kröfur um stöðu minnihlutahópa stuðlaði það að stríði á Balkanskaga í lok síðustu aldar. Svipað má segja um afskipti ESB af stöðu mála á Sri Lanka og í Vestur-Afríku.

Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Lave K.Broch, varaþingmanns dönsku þjóðarhreyfingarinnar gegn ESB-aðild á hátíðarfundi samtakanna Nei til EU í Noregi í dag í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá því að Norðmenn fengu stjórnarskrá og 20 ár frá því að Norðmenn höfnuðu síðast aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í máli Broch kom fram að ESB hefði í mörgum málum unnið gegn ályktunum og áliti Sameinuðu þjóðanna og þannig grafið undan friðarviðleitni SÞ og ýmissa ríkja í Evrópu og víðar. Broch minnti meðal annars á friðarhlutverk Íslendinga á Sri Lanka sem ESB hefði spillt fyrir með þeim afleiðingum að á bilinu 40 þúsund til 70 þúsund manns voru drepnir í átökum Tamil Tígra og yfirvalda. Með því að setja Tamil Tígra á hryðjuverkalista gerði ESB stjórnvöldum á Sri Lanka auðveldar að grípa til hernaðaraðgerða og láta alla friðarviðleitni lönd og leið.

Í Vestur-Afríku lék ESB álíka óleik þegar sambandið gerði samning um fiskveiði við Marokko um hafsvæði sem Marokkó hafði engin lögleg yfirráð yfir, en þá stóðu yfir harðvítugar deilur Marokkó og nærliggjandi svæða í Vestur-Afríku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Í ensku útgáfu Der Spiegel er  afar athyglisverð grein um ástæðu og

flækjur  sem urðu til þess að þetta andstyggilega mál varð til með

 öllum sínum  afleiðingum. Það hefst með því að þjóð  í miklum

 fjárhagslegum vanda leitar til nágrana landa eftir aðstoð. Ég skora

á fólk að lesa þessa grein vandlega og draga sínar ályktanir á eftir.

http://www.spiegel.de/international/europe/war-in-ukraine-a-result-of-misunderstandings-between-europe-and-russia-a-100470

Snorri Hansson, 30.11.2014 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 100
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2509
  • Frá upphafi: 1165883

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2179
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband