Leita í fréttum mbl.is

Áróðursstofu ESB hér á landi lokað?

no_euÁróðurspeningar ESB hér á landi eru að verða búnir í bili. Um þrjú hundruð milljónir króna sem farið hafa í að miðla upplýsingum samkvæmt áróðursplani ESB sem miðar að því að Íslendingar myndu með tíð og tíma samþykkja aðild að ESB hafa þegar verið notaðar.

Ýmis áróðursplön ESB eru vel þekkt, svo sem það hvernig átti að fara að því að láta Svía og Norðmenn samþykkja aðild að ESB árið 1994 um leið og Finna og Austurríkismenn. Menn vissu að auðveldast yrði að fá Austurríkismenn til að samþykkja aðild og þeir voru látnir kjósa um aðild fyrst. Síðan kom röðin að þeim sem voru líklegastir á eftir Austurríkismönnum til að samþykkja aðild, nefnilega Finnum. Báðar þjóðir samþykktu. Þá var komið að Svíum en þar höfðu úrslit verið mjög tvísýn og þjóðin oftast á móti. ESB og sænska ríkisstjórnin náði að stilla hluti þannig af að kosið var í þeirri einu viku sem meirihluti var fyrir aðildinni. Þegar kom að Norðmönnum höfnuðu þeir hins vegar aðild og það í annað sinn. Í seinni tíma hefur hliðstæðum aðferðum verið beitt til að samþykkja evruna og eru til plön um það hvernig á að fara að því að fá bæði Svía, Dani og jafnvel Breta til að taka upp evru - svo langsótt sem það virðist nú.

En fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi sem sagt frá því í gær að loka ætti svokallaðri Evrópustofu, sem nátturulega ætti að heita ESB-stofan. Ríkisútvarpið sagði svo frá:

 

Evrópustofu verður að öllum líkindum lokað hér á landi í sumar þegar samningur um rekstur hennar rennur út. Engin áform eru um að bjóða reksturinn út að nýju.

Evrópustofa var opnuð í Reykjavík í byrjun árs 2012 en hún hefur verið rekin fyrir IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Það var þýska almannatengslafyrirtækið Media Consulta, í samvinnu við fyrirtækið Athygli, sem fékk það verkefni að reka Evrópustofu að loknu útboði á Evrópska efnahagssvæðinu. Markmiðið með starfseminni hefur verið að auka skilning og þekkingu á ESB og hvetja til umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar Íslands að sambandinu.

Margir ákafir andstæðingar ESB aðildar Íslands hafa gagnrýnt starfsemina og jafnvel sakað starfsfólk Evrópustofu um heilaþvott. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins og flokksþing Framsóknarflokksins ályktuðu í fyrra gegn Evrópustofu. Nú hyllir (svo!) undir lok Evrópustofu því samningur um reksturinn rennur út í lok ágúst næstkomandi og í svari frá framkvæmdastjórninni við fyrirspurn fréttastofu segir að að svo stöddu séu engar áætlanir uppi um að bjóða hann út að nýju. Þar sem hvert útboð tekur tíma verður Evrópustofu lokað um mitt næsta ár að öllu óbreyttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband