Laugardagur, 13. desember 2014
Rafræn skilríki og náttúrupassi að kröfu EES!
Svo virðist af fréttum að dæma að krafan um rafræn skilríki og náttúrupassa sé tilkomin að miklu leyti vegna þeirra kvaða sem EES-samningurinn setur á okkur. Það er talsverð andstaða í þjóðfélaginu, meira að segja í Samfylkingunni, gegn náttúrupassa. Eins er talsverður urgur vegna rafrænna skilríkja.
Erum við að kaupa köttinn í sekknum með EES-samningnum?
Sjá hér meðal annars umfjöllun Morgunblaðsins um rafræn skilríki. Þar segir m.a.:
Rafræn skilríki eru ekki ný af nálinni, verkefnið er orðið fimmtán ára gamalt. Rótin er lög um rafrænar undirskriftir sem sett voru á Evrópuþinginu árið 1999 og í framhaldinu var tilskipun tekin upp á Íslandi. Evróputilskipunin var uppfærð á þessu ári og unnið er að innleiðingu hennar hérlendis um þessar mundir.
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 1740
- Frá upphafi: 1176913
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1578
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að hætta þessu mjálmi og segja hlutina hreint úr.
Það var enginn köttur keyptur þegar EES samningurinn var samþykktur. Samningurinn er hægfara aðlögun að Evrópusambandinu.
Og EES samningurinn kostaði þjóðina næstum því fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Fjármálabólan, og síðan fjármálahrunið er bein afleiðing af reglum Evrópusambandsins um frjálst flæði fjármagns.
Reglufarganið sem slíkt er síðan hengingaról á alla nýsköpun og grósku, býr til óheyrilegan milliliðakostnað, sem ekki sér fyrir endann á. Því alltaf koma nýjar og nýjar samræmingar reglur.
Það er hláleg andstaða við Evrópusambandið að þora ekki að segja það hreint út að EES samningurinn er óþurftarsamningur sem aldrei hefði átt að koma til.
Svisslendingar fundu flöt á samstarfi við Evrópusambandið, þeirra leið hefðum við átt að velja.
Ég er viss um að hér ættu fleiri leið um, ef skrifarar töluðu mannamál, ekki kattamál, að þeir þyrðu að segja sannleikannt, í stað þess að stunda innri ritskoðun af ótta við að styggja hálfvolga Evrópusinna fjórflokksins, sem einmitt mæra EES samninginn því hann er beina leiðin í sambandið.
Hægfara en án hindrana.
Vonandi er Heimssýn ekki sama sinnis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2014 kl. 15:30
Ómar, framkvæmd EES- samningsins var eftir þörfum Íslands vel framan af og jafnan varast að taka upp nokkuð það sem skaðað gæti hagsmuni okkar. Túlkun samningsins var þröng, fyrir okkur alveg eins og mótaðilarnir hafa það fyrir sig. En um árin 2005- 2006 fóru Evrópusinnar allra flokka að ýta tilskipanaflæði ESB að þinginu, sem jafnan hafði verið hafnað áður. Tilgangurinn var sá að undirbúa jarðveginn fyrir inngöngu. Jóhönnustjórnin fór síðan alveg með þetta og opnaði gáttirnar, þrátt fyrir andmæli þeirra sem til þekktu.
Við getum enn stöðvað þessa vitleysu, dregið umsóknina til baka og farið í það að vinda ofan af tilskipanaæði síðustu ára.
Ívar Pálsson, 14.12.2014 kl. 09:40
Tilskipun 1999/93/EC var innleidd með lögum 28/2001 þau kveða einungis á um réttaráhrif rafræna undirskrifta.
Grímur (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 10:23
Blessaður Ívar.
Ég held reyndar að fjármagnið hafi mun fyrr hafið niðurbrot hinna innlendu varna. Minnir að fjölgun klögumála til ESA hafi lotið veldisaukningu.
Og síðan er hitt eiginlega óhjákvæmilegt.
Geri ekki ágreining um að EES samningurinn hafi ýtt undir nauðsynlegar breytingar hér á landi, en til lengri tíma litið er hann skaðlegur. Fjórfrelsið er skaðlegt minni einingum, veldisaukning reglubálka er skaðleg öllum lifandi samfélögum.
Svo ég sæki þekkta samsvörun, áveitur Sovétsins í Mið Asíu, skiluðu uppskeru á ógrónu landi, en aðeins fyrstu árin. Svo safnaðist salt fyrir í jarðveginum, og uppskeran minnkaði með hverju árinu. Síðan fór allt að fjúka, og í dag er talað um hamfarir.
Svisslendingar náðu uppskerunni, en sátu ekki upp með skaðann.
ESB andstæðingar eiga að feisa raunveruleikann, og hafa kjark til að endurskoða fyrri afstöðu.
Hitt er samdaunun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2014 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.