Leita í fréttum mbl.is

ESB skiptir sér af forsetakosningum í Grikklandi

junckerGrikklandJean-Claude Juncker formaður framkvæmdastjórnar ESB lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í Austurríki nýlega að Grikkir ættu að varast að kjósa ákveðna einstaklinga í forsetakosningum sem framundan eru.

Juncker varaði Grikki við að velja það sem hann kallaði fulltrúa öfgaafla. Í staðinn gaf hann í skyn að þeir ættu að velja fyrrverandi fulltrúa í framkvæmdasjtórn ESB sem forseta. Juncker hefur ítrekað lýst því yfir að hin nýja framkvæmdastjórn ESB sem hann er í forystu fyrir myndi verða pólitískari en áður hefði þekkst. Yfirlýsingar hans í áðurnefndum sjónvarpsþætti þykja sýna að hann sé nú að fylgja eftir þeim áformum sínum að hann muni skipta sér meira af pólitík aðildarríkjanna en forveri hans í stóli formanns framkvæmdasjtórnar ESB, Barroso. 

Juncker sagði í viðtalinu að hann tryði því að Grikkir vissu mætavel hvaða afleiðingar röng niðurstaða í forsetakosningunum myndi hafa fyrir Grikkland og evrusvæðið. Hann sagðist vilja sjá þekkt andlit í forsetakosningunum.

Gríska þingið velur nýjan forseta á næstu dögum. Til að hljóta kjör þarf forseti að hafa fylgi 180 af 300 þingmönnum. Náist það ekki í þremur tilraunum verður að boða til nýrra þingkosninga. Skoðanakannanir benda til að í þeim myndi vinstriflokkurinn Syriza vinna mikinn sigur.Sem stendur er óvíst að óskafulltrúi Junckers nái fylgi 180 fulltrúa og því gæti stórra pólitískra tíðinda verið að vænta frá Grikklandi.

Þessar hræringar hafa haft áhrif á fjármálamarkaðinn þar sem Syriza hefur krafist þess að samið verði að nýju um ríkisskuldir og opinber útgjöld Grikkja.

Juncker er þó ekki einn um að hafa reynt að hafa áhrif á þróun kosningabaráttunnar í Grikklandi. Framkvæmdastjórnin í heild hefur einnig sagt skoðanir sínar á forsetaefnum og dásamað það að Antonis Samaras forsætisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Stavros Dimas, fyrrverandi fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, mann sem framkvæmdastjórnin lítur á sem nægilega góðan Evrópumann.

Stjórnendur í ESB vilja þannig raða sínu fólki til forystu í aðildarlöndunum.

Europaportalen fjallar um þetta hér.

Evrópuvaktin fjallar einnig um þetta hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband