Leita í fréttum mbl.is

Háttsettur embættismaður segir ástandið grafa undan stoðum ESB

Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn seðlabanka evrunnar, segir að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Nánar segir blaðið:

Háttsettur embættismaður hjá evrópska seðlabankanum (seðlabanka evrunnar - innskot Heimssýnar) varar við að atvinnuleysi og lítill hagvöxtur á evrusvæðinu sé að grafa undan grunnstoðum Evrópusambandsins. Fjallað er um málið á vef BBC.

Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn evrópska seðlabankans, hélt í gær erindi á Alþjóðaefnahagsþinginu (World Evonomic Forum) í Davos í Sviss. Þar sagði hann að seðlabankinn gæti ekki einn síns liðs stuðlað að langvarandi hagvexti á evrusvæðinu, heldur væri það hlutverk stjórnvalda. Hann hvatti stjórnvöld evruríkjanna til að reyna að örva efnahagslífið.

Á fimmtudaginn var tilkynnt um magnaðgerðir Seðlabanka Evrópu en þær eru hugsaðar til að örva efnahagslífið á svæðinu. Seðlabankinn mun verja 60 milljörðum evra í skuldabréfakaup mánaðarlega þar til í septembermánuði á næsta ári. Aðgerðirnar hefjast í marsmánuði og mun endanleg fjárhæð kaupanna því nema 1.200 milljörðum evra.

Ástandið má ekki vara mikið lengur

Coure sagði að með aðgerðunum væri evrópski seðlabankinn að gera það sem í þeirra valdi stendur en bankinn hefði ekki tök á að stuðla að langvarandi hagvexti einn síns liðs. Stjórnvöld ríkjanna þyrftu líka að leggja lóð á vogarskálarnar. „Við getum gert fjárfestingar ódýrari, en fólk þarf að vilja fjárfesta og það er hlutverk fjármálaráðherra og ríkisstjórna,“ sagði Coure á efnahagsþinginu.

Hann sagði jafnframt að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu. Á fundi Eurogroup á mánudaginn hyggst Coure greina fjármálaráðherrum aðildarríkjanna frá áhyggjum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Að auka seðlaprentun og ausa gríðarlegum fjármunum inn í fjármálakerfið mun ekki gera annað en að auka við auð hinna ríku en gerir akkúrat ekki neitt fyrir hinn almenna borgara Evrópu, alveg eins og gerst hefur vestur í USA.

Það eina rétta er að skera niður ríkisskuldir, ekki bara í Evrópu heldur á heimsvísu.  Bróðurpartur þeirra skulda eru í eigu 1% mannkyns sem á 50% alls auðs.  Það hlýtur að vera kominn tími til að þeir láti eitthvað af mörkum Jarðarbúum til heilla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.1.2015 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 159
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2528
  • Frá upphafi: 1165156

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 2156
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband