Leita í fréttum mbl.is

Háttsettur embćttismađur segir ástandiđ grafa undan stođum ESB

Benoit Coeure, sem á sćti í framkvćmdastjórn seđlabanka evrunnar, segir ađ vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstođir hins pólitíska samstarfs í Evrópu ađ veikjast. Ţetta ástand megi ekki vara mikiđ lengur, ţví ţá sé samstarfiđ hreinlega í hćttu.

Viđskiptablađiđ greinir frá ţessu.

Nánar segir blađiđ:

Háttsettur embćttismađur hjá evrópska seđlabankanum (seđlabanka evrunnar - innskot Heimssýnar) varar viđ ađ atvinnuleysi og lítill hagvöxtur á evrusvćđinu sé ađ grafa undan grunnstođum Evrópusambandsins. Fjallađ er um máliđ á vef BBC.

Benoit Coeure, sem á sćti í framkvćmdastjórn evrópska seđlabankans, hélt í gćr erindi á Alţjóđaefnahagsţinginu (World Evonomic Forum) í Davos í Sviss. Ţar sagđi hann ađ seđlabankinn gćti ekki einn síns liđs stuđlađ ađ langvarandi hagvexti á evrusvćđinu, heldur vćri ţađ hlutverk stjórnvalda. Hann hvatti stjórnvöld evruríkjanna til ađ reyna ađ örva efnahagslífiđ.

Á fimmtudaginn var tilkynnt um magnađgerđir Seđlabanka Evrópu en ţćr eru hugsađar til ađ örva efnahagslífiđ á svćđinu. Seđlabankinn mun verja 60 milljörđum evra í skuldabréfakaup mánađarlega ţar til í septembermánuđi á nćsta ári. Ađgerđirnar hefjast í marsmánuđi og mun endanleg fjárhćđ kaupanna ţví nema 1.200 milljörđum evra.

Ástandiđ má ekki vara mikiđ lengur

Coure sagđi ađ međ ađgerđunum vćri evrópski seđlabankinn ađ gera ţađ sem í ţeirra valdi stendur en bankinn hefđi ekki tök á ađ stuđla ađ langvarandi hagvexti einn síns liđs. Stjórnvöld ríkjanna ţyrftu líka ađ leggja lóđ á vogarskálarnar. „Viđ getum gert fjárfestingar ódýrari, en fólk ţarf ađ vilja fjárfesta og ţađ er hlutverk fjármálaráđherra og ríkisstjórna,“ sagđi Coure á efnahagsţinginu.

Hann sagđi jafnframt ađ vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstođir hins pólitíska samstarfs í Evrópu ađ veikjast. Ţetta ástand megi ekki vara mikiđ lengur, ţví ţá sé samstarfiđ hreinlega í hćttu. Á fundi Eurogroup á mánudaginn hyggst Coure greina fjármálaráđherrum ađildarríkjanna frá áhyggjum sínum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ađ auka seđlaprentun og ausa gríđarlegum fjármunum inn í fjármálakerfiđ mun ekki gera annađ en ađ auka viđ auđ hinna ríku en gerir akkúrat ekki neitt fyrir hinn almenna borgara Evrópu, alveg eins og gerst hefur vestur í USA.

Ţađ eina rétta er ađ skera niđur ríkisskuldir, ekki bara í Evrópu heldur á heimsvísu.  Bróđurpartur ţeirra skulda eru í eigu 1% mannkyns sem á 50% alls auđs.  Ţađ hlýtur ađ vera kominn tími til ađ ţeir láti eitthvađ af mörkum Jarđarbúum til heilla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.1.2015 kl. 16:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband