Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin dauðuppgefinn á ESB

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, hefur sannfærst um að Ísland muni ekki ganga í Evrópusambandið. Hann reyndi að koma Íslendingum inn í ESB í gegnum bakdyrnar, þ.e. með EES-samningnum. Nú sér hann að Íslendingar sætta sig ekki við að vera hjálenda ESB.

Jón Baldvin viðrar skoðanir sínar í viðtali við erlendan miðil sem Eyjan vitnar í. Hann segir reyndar að annað efnahagshrun þyrfti til að þröngva Íslendingum í ESB. Hvers vegna skyldi nýtt efnahagshrun þrýsta okkur í ESB fyrst það gamla gerði það ekki?

Það eru meira en 50 ár síðan kratar á Íslandi fóru fyrst að tala fyrir því að Íslendingar gengju í ESB eða forvera þeirra samtaka. Það var Gylfi Þ. Gíslason sem setti inngöngumálin fyrst á oddinn í aðdraganda Alþingiskosninga árið 1963 þegar hann líkti íslenska hagkerfinu við árabát sem ekkert kæmist áfram í samanburði við nýtískulega freigátu Evrópu. Síðan hefur það reyndar gerst að þetta skip Íslendinga hefur fært þá á stall með ríkustu þjóðum. Evrópski dallurinn marar hins vegar í hálfu kafi - og er nánast vélarvana ef tekið er mið af hægaganginum í efnahagslífi margra ESB-ríkja og í sambandinu í heild.

Fimmtíu ára þrautagöngu ESB-krata í öllum flokkum er lokið

Fimmtíu ára barátta ESB-krata í nokkrum flokkum hefur því ekki skilað öðru en því að meirihluti Íslendinga er stöðugt andvígur því að landið verði dregið inn í Evrópusambandið.

Jón Baldvin hefur þá reynslu og yfirsýn eftir hálfrar aldar þátttöku í stjórnmálum á Íslandi að hann gerir sér mætavel grein fyrir því að Íslendingar muni ekki um fyrirsjáanlega framtíð ganga evrópsku valdi á hönd með inngöngu í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég get ekki betur séð en Jón B.skýri nokkuð glögglega staðeyndir úr sögu tímabils baráttu okkar gegn innleiðingu í ESB. Skil ég það þá rétt að íslenskir stjórnmálamenn,hafi staðið þeim írsku framar,sem hann kallar duglausa er ESB neyddi skattgreiðendur þess lands til að borga.-Ég lít á sjávarútgerð og landbúnað sem "stofnöryggi"fullveldis Íslands,þótt teljist réttilega sameiginleg auðlind okkar.Eigum við þetta ekki allt saman Rúv.bankana,hvert með sínum geðþótta stjórnarháttum. Erum við ekki tilbúin að stofna til nýmæla,sem miða að sameiginlegri hamingju þegnanna.-Ég veit! Það þarf að kalóna og skafa gorið fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2015 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 209
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1236
  • Frá upphafi: 1119679

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 1039
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband