Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason segir ESB traðka á lýðræði í Grikklandi

Egill Helga„Veruleikinn sem blasir við í Evrópusambandinu er nöturlegur. Þjóðverjar hafa einsett sér að brjóta á bak aftur ríkisstjórnina sem Grikkir kusu fyrir fáum vikum. Hún skal niðurlægð. Lýðræðið talaði í Grikklandi, en þetta er svar þeirra sem ráða för í ESB.“

Svo segir í pistli Egils Helgasonar á Eyjunni.

Egill segir enn fremur:

Niðurskurðaráætlun svokallaðrar Þrenningar  – ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – í Grikklandi hefur mistekist svo hrapallega að atvinnuleysi er 25 prósent. Meira en 50 prósent meðal ungs fólks. Þjóðarframleiðsla hefur dregist saman um 22 prósent síðan 2009. Skuldir miðað við þjóðarframleiðslu hafa hækkað um 35 prósent.

Í kosningunum í janúar lýstu grískir kjósendur því yfir – og ekki síst unga fólkið sem ber enga ábyrgð á þessari stöðu – að nóg væri komið.

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz skrifaði fyrr í mánuðinum að það þyrfti alþjóðlegan ramma utan um skuldaaðlögun fyrir ríki. Tími skuldafangelsa hefði endað á 19. öld, menn hefðu einfaldlega komist að því að skuldafangelsi væru óhagkvæm.

Stiglitz segist vona að þeir sem skilja hagfræðina á bak við skuldir og niðurskurð verði ofan á, og þeir sem trúa á lýðræði og mennsku. Það eigi þó eftir að koma í ljós.

Evran var auðvitað aldrei hentug fyrir Grikki, en þegar hún var tekin upp pumpaðist lánsfé inn í landið. Þeir sem lánuðu þessar stóru fjárhæðir hljóta líka að bera ábyrgð. Grikkir geta ekki fellt gjaldmiðil sinn – sú staðreynd útheimtir pólitíska samstöðu sem er ekki fyrir hendi í Evrópusambandinu. Hin pólitíska eining er afar rýr og þannig stjórnast viðhorf Þjóðverja af þröngum hagsmunum heimafyrir en ekki evrópuhugsjón.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er óskiljanlegt að einhver trúi því ennþá, að mögulegt sé að Brunsselmiðstýra og stjórna stóru og smáu málunum, frá höfuðstöðvum ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það er svipað vonlaust rugl, eins og að stjórna smáatriðum sveitarstjórnamála Íslands-byggðakjarnanna, með miðstýringu frá auðvaldsherteknum valdalausum borgarstjóra Reykjavíkur.

Reynsla síðustu ára og áratuga hefur sannarlega sýnt að slík kerfismiðstýring í stóru og smáu, bæði innan lands og utan, er alveg vonlaust og samhengislaust rugl. Rugl sem skapar kerfissvikaholur, vanrækslu, sundrungu, ófrið, óréttlæti, og óbætanlega skaðlegt tap fyrir almenna borgara og heiðarlega rekin, lögleg og skattgreiðandi einnar kennitölu fyrirtæki.

Lánastofnanir FME-eftirlitlausra fjárglæfrastofnana, og dómsstólavarinna svikalögmanna, eru enn með sama glæpabanka/lífeyrissjóða-ræningjaleyfið ólöglega og lögreglu/sýslumannsembættisverjandi.

Frestur á uppboðum ólöglega krefjandi skjalafalsandi bankaræningja, og lögfræðingameðsekra uppbjóðandi sýslumanna Íslands, rennur út um næstu mánaðarmót, (febrúar/mars)

    • Það eru bara 5 virkir dagar þangað til Sýslumanna-glæpahjörðin lætur aftur til skara skríða, og heldur áfram sínum skipulögðu ólöglegu bankaránum, á dómsstólavarnarlausan, svikabankarændan almenning, og einnar kennitölu-fyrirtækjunum heiðarlega reknu!

    EES/ESB/AGS gera engar skilyrtar uppfylltar bankaeftirlits-siðferðiskröfur til ríkja, um að dómsstóla/lögvarin réttindi almennra borgara ríkjanna séu í smáatriðum virt, í viðkomandi umsóknar/aðildarríkjum. Embættisstýrðu banka/sýslumannaránin eru bara þvert á móti lögregluvarin og leyfð áfram án nokkurra skilyrða? Eins og fyrir síðasta bankarán, (stundum kallað hrun)!

    Hvað vakir fyrir þeim sem vilja tilheyra svona reglurugls-rænandi AGS/ESB-bankaránsklúbbi?

    Og ekki síst spyr maður hvað vakir fyrir ESB-toppunum stækkunarstjóra-útgerðu, að vilja fá svona lögmanna/dómsspillt og löglaust ríki eins og Ísland í raun er, inn í EES/ESB/AGS-bankaránsklúbbinn?

    M.b.kv. 

    Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.2.2015 kl. 21:33

    2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Það sem styrkir þessi skrif Egils er að hann þekkir dável til í grikklandi, hefur dvalið þar og ber taugar til lands og þjóðar. 

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2015 kl. 09:56

    3 identicon

    "pumpaðist lánsfé inn í landið" og þegar gríska fólkið sagðist ekki vilja greiða skuldir óreiðumanna þá segir ESB

    jú víst verði þið að gera það Gríska ríkið ber ábyrgð á skuldum þessa einkaaðila.

    Hljómar þetta kunnuglega - Icesave hvað

    Grímur (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 09:58

    4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Nákvæmlega Grímur. 

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2015 kl. 10:31

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Heimssýn

    Heimssýn

    hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

     

    Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


    Nánar um Heimssýn

    Vertu með!

    Frjáls framlög

    Eldri færslur

    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 36
    • Sl. sólarhring: 290
    • Sl. viku: 2393
    • Frá upphafi: 1165310

    Annað

    • Innlit í dag: 22
    • Innlit sl. viku: 2048
    • Gestir í dag: 22
    • IP-tölur í dag: 22

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband