Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð hefur tapað allt of miklu valdi til ESB

Svíþjóð á að gera eins og Holland, þ.e. að meta áhrif áranna í ESB og útbúa lista yfir þau atriði sem gera þarf til að færa völdin til Svíþjóðar aftur. Verði gerðir nýir samningar við ESB verður sænska þjóðin að taka afstöðu til þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta kemur fram í grein sem Hans Lindqvist birtir á sænska vefnum Europaportalen. Lindquist var þingmaður á ESB-þinginu frá 1995-1999 og var formaður Nej till EU þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram í Svíþjóð árið 1994 er Svíar samþykktu með naumum meirihluta að ganga í ESB.

Í greininni rekur Lindqvist hvernig völd ESB (áður EB) hafa aukist stig af stigi frá Maastrichtsamkomulaginu 1991, og svo með þeim samningum sem kenndir hafa verið við Amsterdam, Nice og nú síðast Lissabon árið 2009. Í hvert skipti sem nýtt samkomulag hefur veirð undirritað hefur vald verið fært frá aðildarríkjum til stofnana ESB.

Lundqvist segir að Svíþjóð hafi enga sjálfstæða utanríkisstefnu í dag. Flest sem varðar innflytjendamál, alþjóðlegar kreppur og átök stríðandi fylkinga fari í gegnum ESB. Fjármálakreppan og evrukreppan hafi aukið völd ESB yfir bankakerfi og margs konar tillögur sem varði bankamálin, skuldabréfaútgáfur í evrum, auk skatta og opinberra fjárfestinga verði að samþykkjast af embættismönnum í Brussel. Lýðræðishallinn sé orðinn stór, auk þess sem reglur í Svíþjóð um opinbera birtingu gagna hafi orðið að víkja vegna mikillar leyndar sem hvíli yfir meðferð á gögnum frá ESB.

Lissabonsamkomulagið undirstrikar jafnframt að þjóðarréttur víkur fyrir rétti ESB, auk þess sem valdaframsal til ESB frá aðildarríkjum er aukið. Nú er það svo að þriðjungur aðildsarríkja þarf að mótmæla lagafrumvarpi innan átta vikna til þess að framkvæmdastjórn ESB breyti tillögum sínum. Lindqvist segist ekki þekkja til þess að breytingar á þessum grunni hafi nokkurn tímann átt sér stað.

Lissabonsamkomulagið krefst þess að aukinn meirihluti, eða 55 prósent af aðildarríkjum og 65 prósent af íbúafjölda, standi á bak við mikilvæg mál. Þetta hefur aukið völd stærstu aðildarríkjanna verulega. Þar með er styrkur Þýskalands orðinn 8 sinnum meiri en Svíþjóðar, en áður hafði styrkur Þýskalands aðeins verið um þrisvar sinnum meiri. Þessar breytingar hafi fært Þýskalandi stóraukin völd og völd minni ríkja í ráðherraráðinu hafi dregist verulega saman. Breytingar í þessa veru hafi síðast átt sér stað 1. nóvember 2014. Þannig hafi evrulöndin nú skýran meirihluta í ráðherraráðinu.

Lindquist segir að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um að þessu valdaframsali verði snúið við geti breytt stöðunni. Hollendingar hafi þegar lagt fram lista yfir 49 mál sem þeir vilja breyta þannig að völd verði aftur færð frá Brussel til Hollands. Svíþjóð eigi að gera slíkt hið sama og þeir eigi að krefjast þess að þeir verði undanþegnir þeirri kvöð að taka upp evruna. Þá eigi Svíar að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu á næstu breytingum á samkomulagi við ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill og fróðlegur. En þungt verður að heimta aftur áhrifavald frá Þýzkalandi og Frakklandi; þau ráða nú rúml. 29% atkvæða í ráðherraráðinu og í leiðtogaráði ESB -- og ná með Ítalíu og Spáni rúml. 50% atkvæðavægi í sömu valdamiklu ráðum.

Jón Valur Jensson, 23.2.2015 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 159
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 1950
  • Frá upphafi: 1184138

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 1684
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband