Laugardagur, 28. febrúar 2015
Tólf rök gegn inngöngu Íslands í ESB?
Samtök sem kalla sig Viðreisn birta heilsíðuauglýsingu í landshlutablaðinu Reykjavík þar sem talin eru upp tólf atriði sem sögð eru vera rök með inngöngu í ESB.
Hér skal farið yfir rökin:
1. Stjórnmálastöðugleiki. Viðreisn segir að smáþjóð verði að eiga bandamenn í ESB þegar hún lendi í vanda.
Staðreyndin er: ESB-þjóðirnar reyndu hvað þær gátu að þvinga íslensk stjórnvöld og almenning til að taka á sig ábyrgð á Icesave og öðrum skuldum bankanna. Hefðum við verið í ESB hefði skuldabyrði okkar orðið mun þyngri.
2. Efnahagsstöðugleiki. Viðreisn segir nauðsynlegt að ganga í ESB til að byggja upp atvinnulíf.
Staðreyndin er: Atvinnulíf hefur verið byggt upp á Íslandi utan ESB þannig að margar atvinnugreinar eru í fremstu röð og velferð almennings með því sem best gerist í álfunni. Á hinn bóginn hefur aðildin að ESB ekki komið í veg fyrir að tæplega 30% Grikkja og Spánverja eru án atvinnu og ástandið á jaðarsvæðum evrunnar er víða þannig að allt að 50% ungmenna eru án atvinnu. Aðild Íra kom ekki í veg fyrir að húseignir fólks þar í landi hrundu í verði.
3. Bein áhrif á alþjóðamál. Viðreisn segir áhrifin á smáþjóðir í ESB hafa sérstaklega mikil áhrif á setningu laga og reglugerða.
Staðreyndin er: Það er Merkel sem mestu ræður. Auk þess eru það stóru stjórnkerfin í Frakkalndi, Ítalíu og Bretlandi sem eru í stöðugri baráttu um að hafa mest áhrif á það sem gert er í reglugerðarmálum í ESB, auk Þjóðverja. Íslendingar hefðu meiri áhrif með því að beita sér í stofnunum Sameinuðu þjóðanna en í ESB því oft rata reglur frá SÞ til ESB.
4. ESB er hagsmunasamband ríkja, segir Viðreisn.
Staðreyndin er: Það er á vissan hátt rétt að ESB er hagsmunasamband gegn ríkjum þriðja heimsins og sogar til sín afrakstur auðlinda þaðan. Það eru þó fyrst og fremst stærstu löndin og stærstu fyrirtækin í ESB sem hagnast á þessu.
5. Góð grunngildi.
Staðreyndin er: Ákveðin stefnumið um mannréttindi og fleira eru ágæt. Hins vegar sýnir meðferð embættismannaelítunnar á fjármunum sambandsins að þar skortir verulega á góð grunngildi. Reikningar ESB hafa ekki verið undirritaðir lengi og forystan eyðir óhóflegum fjármunum í alls kyns prjál - enda laun embættismannanna himinhá - en það nægir víst ekki alltaf.
6. Styrkari samningsstaða út á við.
Staðreyndin er: Eruð þið ekki að gera að gamni ykkar í Viðreisn? Ef Ísland gengi í ESB hefðum t.d. sáralítið yfir flökkustofnun að segja - og ESB myndi skammta okkur aðgang að öðrum svæðum sem við gætum samið um sjálfsætt að öðrum kosti.
7. Áhersla á lítil menningarsvæði.
Staðreynd: Þetta fer allt meira og minna fram á ensku, þýsku og frönsku. Við myndum auk þess þurfa að kosta þýðingar á alls kyns reglum að mestu leyti sjálf - enda yrðum við að greiða himinháan aðgangseyri að ESB þar sem lífskjör eru almennt betri hér en gerist þar.
8. Mikilvæg áhrif á ESB-þingi. Viðreisn segir 750 þingmenn á ESB-þingi. Enginn frá Íslandi. Við innögngu fengju Íslendingar 6 sæti eða tæplega 1% sæta.
Staðreynd: Rétt tölfræði hjá Viðreisn og hin rétta ályktun af henni er að Íslendingar yrðu nánast áhrifalausir. Samfylkingin myndi t.d. ganga algjörlega í takt við aðra Evrópukrata og gleyma sínum íslenska uppruna ef hún kæmist þarna inn.
9. Íslendingar héldu öllum auðlindum sínum og fullum yfirráðum yfir þeim, segir Viðreisn.
Staðreynd: Formleg og endanleg yfirráð myndu flytjast til Brussel við inngöngu í ESB samkvæmt sáttmálum sem flestir eru sammála um að séu óumbreytanlegir. Innan þess sáttmála gæti ESB hins vegar breytt ýmissi framkvæmd - eins og gerst hefur í mörgum málaflokkum.
10. Ný tækifæri í landbúnaði, segir Viðreisn.
Staðreynd: Bændum myndi fækka og þeir styrkir sem fengjust til landbúnaðar norðan 62. breiddargráðu kæmu að mestu leyti frá Íslendingum sjálfum.
11. Sterkara Ísland, segir Viðreisn við inngöngu, og nefnir lægri vexti.
Staðreynd: Vaxtakjör á neytendalánum eru mjög mismunandi á evrusvæðinu og núverandi vaxtastig, þar sem svokallaðir stýrivextir seðlabanka eru nálægt núlli eru til marks um hrikalegar afleiðingar af hagstjórn undir evrunni. Við hugsanlega inngöngu í ESB yrði Ísland eftir sem áður lítill hlutamarkaður á svæðinu þar sem kjör myndu ráðast af hagkvæmni innlends bankakerfis.
12. Þjóð meðal þjóða við inngöngu í ESB, segir Viðreisn.
Staðreynd: Ísland er þjóð meðal þjóða nú þegar. Hún hefur staðið af sér brotsjói liðinna alda og áratuga. Í hruninu kom þjóðin sér sjálf í gegnum brimskaflinn. Þar var litla hjálp að fá frá stjórnmálaforystunni í ESB. Hún setti okkur þvert á móti stólinn fyrir dyrnar í mikilvægum málum, samanber barninginn um Icesave og fleira.
Niðurstaða: Til að tryggja sem besta velferð hér á landi er rétt að Íslendingar haldi sem fastast á sínum málum sjálfir. Við getum ekki treyst stjórnmála- og efnahagsforystu ESB-landanna til að sinna hagsmunum okkar. Ef við göngum í ESB er hætt við því að við verðum háð duttlungum helstu valdaafla af pólitísku og efnahgagslegu tagi í Evrópu.
SLÍKT SKAL ALDREI HENDA!
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 203
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 2572
- Frá upphafi: 1165200
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 166
- IP-tölur í dag: 164
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Draumurinn er úti og það gerðist samhliða því að sott var um.
afneitunin á þetta er alger.
Hér er upplýsandi söguskoðun.
http://youtu.be/PTidqySAxNQ
Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2015 kl. 15:23
Hér mætti enn bæta miklu við þessi rök greinarinnar, og það verður gert. En greinin er góð. Hafið heilar þakkir fyrir!
Einu má þó bæta við strax: ESB-þingið í Strassborg og Brussel fer ekki eitt með löggjafarvald. Það gerir í vissum skilningi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins líka, þar sem hún, en ekki einstakir þingmenn á ESB-þinginu, hafa leyfi til að bera fram lagafrumvörp. Ísland gæti t.d., væri það ESB-meðlimur, EKKI borið fram neitt frumvarp á ESB-þinginu!
Ekki nóg með það, heldur er ráðherraráð Evrópusambandsins (í Brussel) LÍKA með löggjafarvald og það beinlínis. En þar yrði atkvæðavægi Íslands jafnvel margfalt minna en í ESB-þinginu í Strassborg og Brussel, það yrði 0,06% (og minnkandi, ef ríkjum í ESB fjölgar).*
Viðreisnin, sem hér hófst um 1960 (viðreisnarárin), bar nafn með rentu og lagði mikilvægan grunn að eflingu þróttmeira atvinnulífs á Íslandi og leysti þjóðina úr ýmsum höftum. En þarna í þessum nýja félagsskap í auglýsingunni er um að ræða hóp, sem vill EKKI sjálfstætt og öflugt íslenzkt hagkerfi, heldur múlbundið erlendum stórveldum, gömlu nýlenduveldunum fyrst og fremst (tíu slík ráða yfir 73% atkvæðavægis í ráðherraráðinu**). Þar á meðal eru ríki sem hafa beitt sér harkalega gegn okkur í landhelgisstríðunum, Icesave-málinu og (ESB í heild, auk ofríkis þess í Icesave-málinu***) í makrílveiðimálinu. Það yrði sízt neitt lát á yfirganginum með því að fela þeim öll æðstu völd yfir okkur!
Hópurinn nýi, "Viðreisn", stendur ekki undir nafni, hann er með hjákátlegum hætti að reyna að ræna sér gloríu út á gamalt og gott nafn, en stefnir sjálfur með lymskulegum áróðri sínum að afsali fullveldisréttinda Íslendinga í löggjafarmálum, dómsvaldi og framkvæmdavaldi yfir okkar 850.000 ferkílómetra yfirráðasvæði í Atlantshafinu!
* Sjá hér: Ísland svipt sjálfsforræði
** Sjá hér: Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu
** Sjá hér: ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu (og auk þess, sem þar er rakið um yfirgang ESB í málinu frá byrjun, gerðist það líka meðaðili að málsókn Breta og Hollendinga gegn okkur fyrir EFTA-dómstólnum -- þar sem þessi þrjú ofríkisöfl urðu á endanum að lúta í lægra haldi fyrir lagalegum rétti Íslendinga!).
Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 16:19
Einn tengillinn (*) virkaði ekki eins og hann stóð.
Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði
Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.