Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptablaðið: Upptaka evrunnar var óráð

vidskiptabladmynd

Upptaka evrunnar var mikið óráð en vonandi verða afleiðingarnar ekki óviðráðanlegar. Evran mun ekki standast án sterkara pólitísks bandalags en íbúar í álfunni munu aldrei samþykkja slíkt bandalag. Evran er því dæmd til að mistakast.

 

Þetta kemur fram í leiðara sem birtur var í gær á vef Viðskiptablaðsins.

Í þessum leiðara segir:

Tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um eins konar „diet“ aðhald í ríkisfjármálum, að minnsta kosti í samanburði við þær aðhaldskröfur sem gerðar voru samkvæmt upphaflegu björgunaráætluninni, voru samþykktar á þriðjudaginn og því ljóst að Grikkir munu fá þá fjögurra mánaða framlengingu á fjárhagsaðstoð sem þeir óskuðu eftir. Ríkissjóður Grikklands verður því vart gjaldþrota á þessu tímabili og evrusvæðið stendur enn óhaggað.

Í bili að minnsta kosti. Reynslan hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni þegar kemur að skuldasamningum við gríska ríkið. Það breytir heldur ekki þeim undirliggjandi þáttum sem gera evruna að veikari gjaldmiðli en margir telja hana vera. Gideon Rachman skrifaði í vikunni mjög góðan pistil í Financial Times um þessa veikleika myntsamstarfsins sem hægt er að taka undir heils hugar.

Þar segir hann að hann hafi frá upphafi verið sannfærður um að evran gæti ekki, að óbreyttu, varað að eilífu. Hún sé dæmd til falls. Í fyrsta lagi geti myntbandalag ekki virkað án þess að það sé stutt pólitísku bandalagi. Í öðru lagi muni slíkt pólitískt bandalag aldrei verða til í Evrópu vegna þess að engin sameiginleg pólitísk sjálfsmynd bindur allar evruþjóðirnar. Af þessum tveimur ástæðum geti evran ekki annað en fallið á endanum.

Vandi Grikklands, sem og annarra ríkja sem höllum fæti standa, líkt og Portúgals og Ítalíu, undirstrikar þennan grundvallargalla í evrusamstarfinu. Norður-Evrópuríki, Þýskaland þar fremst í flokki, geta hugsað sér að aðstoða suðræna frændur sína með lánveitingum. Kjósendur í Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi munu hins vegar seint samþykkja nánara pólitískt bandalag sem fæli í sér varanlegt flæði fjármagns frá þessum svæðum til S-Evrópu. Allt tal um nánara fjárlagabandalag mun stranda á þessum kjósendum.

Með tilkomu evrunnar hættu ríki eins og Ítalía að geta lækkað skuldir sínar með því að fella gengi og blása upp verðbólgu. Enda hafa þessi ríki safnað upp svo miklum skuldum að erfitt er að sjá hvernig þau eiga að standa undir þeim. Þetta þýðir hins vegar ekki að hægt sé að „hlakka til“ þess þegar evran fellur. Þegar og ef Grikkland, eða annað veikburða Suður-Evrópuríki, yfirgefur evrusamstarfið nauðugt viljugt mun það hafa gríðarleg áhrif innan þessa sama ríkis og ekki jákvæð. Þessi neikvæðu áhrif munu smitast, meira eða minna, yfir í þau lönd sem bundin eru ríkinu nánustum viðskiptaböndum.

Sá pólitíski óstöðugleiki sem afar líklegt er að myndi fylgja í kjölfarið myndi hafa áhrif sem erfitt er að sjá fyrir. Nú, þegar óformlegt stríð er háð í Úkraínu, er nauðsynlegt að Evrópuríki vinni saman. Þessi pólitíski óstöðugleiki gæti enn fremur ýtt enn undir þá ólgu sem fært hefur öfgaflokkum meira kjörfylgi en þeir hafa notið í áratugi. Evrópa þekkir öðrum álfum fremur hættuna sem af slíkri þróun stafar.

Þetta allt undirstrikar það hve upptaka evrunnar, í þeirri mynd sem hún var tekin upp, var mikið óráð. Vonandi verða afleiðingarnar ekki óviðráðanlegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki fullkomlega afstætt það sem menn nefna öfgaflokka hér. Það er talað um andstæðinga bandalgsins eins og Nasista af því að þeir vilja standa á sjálfstæði og sjálfræði þjóðanna. Það hefur ekkert með slíkt að gera. Nazismi var autocrasía eða einræði þar sem samruni ríkis og stórfyrirtækja réði.

Þessara flokka vilja höft á opna innflytjendastefnu af þ.ví að hún raskar felagslegu jafnvægi þegar hún gerist í Ví möli sem frelsið mælir fyrir. Ótti við hryðjuverk og önnur hættuleg trúarleg eða þjóðernisleg öfgasamtök hefur rænt íbúa öryggi, reyndar eins og flestir þættir hins romaða fjórfrelsis.

Öfgarnar liggja evropubandalagsmegin og mætti heldur líkja þeim öfgum við Nasisma þar sem stefnan er landamæralaus evropa og hómógenískt sögulaust evróskt þjóðerni. Útþurrkun einkenna uppruna og sögu þjóða.

Þetta hefur verið reynt aður með ýmsum og skelfilegri aðferðum en útópíaku hjali. Aðgreiningin er trúarleg, aöguleg, menningarleg og landfræðileg. Hún er sjalfsmynd fólksins. Þú eyðir því ekki nema að skipta um heila í því eða skjóta það.

Núningurinn er svo geopolitískur þar sem evrópa og eurasia mætast. Þar eru þjóðir með allt annað gildismat, efnahagsskilning, siðferðismat og sögu og svo er það auðvitað rússland að norðan og Arabaveldin að sunnan. 

Evrópuhugsjonin hefur ekki gert neitt annað en að auka spennu og vantraust milli þjoða og óroa hjá stórveldum Asiu í ljósi sögunnar.

maður er ansi þreyttur á þessu áróðurssmitaða retorikki evrópusambandsins um öfga hjá þeim sem ekki ganga í takt við þessa fyrirfram dauðadæmdu útópíu.

meiningin var kannski góð í teoríunni en raunveruleikinn allt annar. Útópíusmirnir hefðu kannski mátt lesa sig aðeins betur til í mannkynssögunni í stað þess að einblína heimstyrjaldirnar, þá hefðu þeir kannski séð að Að er ekkert sem heitir quick fix. Ekkert sem heitir bandaríki evrópu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2015 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nasistar vildu sameina evrópu undir einum fána. Þurrka út landamæri og setja allt og alla undir einn hatt. Það var hin þjóðernislega félagshyggja í sinni tærustu mynd. Ein þjóð í allri álfunni.

Hvort líkist það hugsjón Evrópusambandsins eða sjálfstæðissinna landanna innan þess? 

Er ekki einhver sem getur tekið að sér að jarða þessa möntru Eiríks Bergmann? Ég er kominn með upp í kok af henni allavega og finnst það orðið áhyggjuefni þegar þeir sem skrifa um bresti sambandsins eru farnir að fara með hana default.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2015 kl. 15:20

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek heils hugar undir þessi sjónarmið Jóns Steinars Ragnarssonar!

Gunnlaugur I., 1.3.2015 kl. 18:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sama geri ég og horfði lengi á myndbandið sem hann sendi í gær-youtu.be. Takk fyrir Jón Steinar.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2015 kl. 21:28

5 Smámynd:   Heimssýn

Þakka ykkur fyrir skrifin. Hér er fyrst og fremst verið að vitna til leiðara Viðskiptablaðsins sem er athyglisverður út af fyrir sig.

Heimssýn, 1.3.2015 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 1782
  • Frá upphafi: 1183639

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband