Leita í fréttum mbl.is

Umsóknarályktunin lýsir pólitískum vilja þáverandi þingmeirihluta

EinarKrEinar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis segir að þingsályktunin frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið hefði ekki neitt lagalegt gildi og að þingsályktanir á borð við þessa fælu aðeins í sér pólitískan vilja þingsins hverju sinni. 

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is í dag.

Fréttin er svohljóðandi í heild:

Reg­in­mun­ur er á bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins um að um­sókn­ar­ferl­inu að sam­band­inu verði ekki haldið áfram og Ísland sé ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki og þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra sem lögð var fram á Alþingi fyr­ir ári um að um­sókn­in yrði kölluð til baka. Þetta sagði Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, í skýrslu sem hann flutti þing­mönn­um í dag um ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ein­ar sagði þings­álykt­un frá 2009 um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið vera í fullu gildi enda fæli ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar ekki í sér að svo væri ekki. Það væri Alþing­is að ákveða fram­hald henn­ar. Hins veg­ar væru fá dæmi um að þings­álykt­an­ir væru felld­ar úr gildi. Þings­álykt­un­in frá 2009 hefði stuðst við póli­tísk­an stuðning þáver­andi þing­meiri­hluta. Þings­álykt­an­ir hefðu ekki laga­legt gildi held­ur fælu þær í sér póli­tísk­an vilja þings­ins hverju sinni.

Vísaði Ein­ar í skýrslu sem skrif­stofa Alþing­is hefði unnið haustið 2013 að hans beiðni um gildi þings­álykt­ana. Þar kæmi fram að ráðherr­um bæri að upp­lýsa Alþingi ef ekki stæði til að fylgja eft­ir þings­álykt­un­um en þess í stað inn­leiða nýja eða breytta stefnu. Þá annað hvort með skýrslu eða með samþykkt nýrr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu.


mbl.is Reginmunur á bréfinu og tillögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allar ályktanir og lög lýsa pólitískum vilja þáverandi þingmeirihluta.

Það eru ekki til lög eða ályktanir sem ekki lýsa vilja meirihlutans. Allt sem samþykkt er á Alþingi er vilji meirihlutans og missir ekki gildi við nýjan meirihluta. Útúrsnúningar og nýstárlegar túlkanir á þingræðinu breyta þar engu um. Ályktanir eru vilji og fyrirmæli Alþingis meðan Alþingi segir ekki annað.

Ufsi (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 19:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ufsi, ef þú áttar þig ekki á mun þingsályktunar og laga, þá skal ég reyna að hjálpa þér.

Munurinn á lögum og ályktunum er sú að lög þurfa staðfestingu forseta en þingsályktanir ekki. Í umræddu tilfelli var hugsanlega ótti við að forseti samþykkti ekki lög um umsókn og vísaði málinu til þjóðarinnar með fyrirsjáanlegri niðurstöðu miðað við vilja þjóðarinnar þá. Semsagt að umsókn yrði hafnað. Þessvegna létu menn sér nægja ályktun. Þ.e. Til að krækja framhjá lýðræðislegri niðurstöðu.

þingsályktanir eru ekki bindandi, tala ekki um þegar þær eru marðar fram með hrókeringum, pólitísku ofbeldi og einu atkvæði á þeim forsendum að um "könnunarviðræður" væri að ræða en ekki beina aðlögun.

Hér er lesefni fyrir þig um gildi þingsályktana.

http://www.mbl.is/media/78/6678.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 20:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ætti fyrirsögn dagsins að vera: "1700-8000 þúsund manns komu saman á austurvelli og sungu Kátir voru Karlar."

(frávik talna ráðast af því hvort talið var á jörðu niðri eða samkvæmt loftmynd af svæðinu) 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 197
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 2170
  • Frá upphafi: 1182934

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 1899
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband