Leita í fréttum mbl.is

Erna Bjarnadóttir útskýrði stöðu ESB-málsins í dag

erna_bjarnadottirErna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, tók þátt í fjölmiðlaumræðu um ESB-málin í dag, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi formanni Heimssýnar, Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni Já-Ísland, Helga Hjörvar alþingismanni og fleirum. Í morgunþætti Rásar 2 og í Kastljóssþætti sjónvarpsins undirstrikaði Erna stöðu ESB-umsóknarinnar með því að skýra eðli ályktunar Alþingis og tilgreina afleiðingar þeirra fyrirvara sem Alþingi og utanríkismálanefnd setti í viðræðunum. Þegar umræðan var komin út á efnislegar og innihaldsríkar brautir af þessu tagi í Kastljósinu í kvöld sagðist formaður Já-Ísland ekki hafa áhuga á umræðunum.

Erna undirstrikaði að bréf utanríkisráðherra til ESB-forystunnar fyrir helgi væri fullnaðaryfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um að hún ætli ekki að halda áfram með málið. Það væri undarlegt ef ESB tæki ekki mark á slíkum yfirlýsingum löglega kjörinnar ríkisstjórnar. Þá minnti Erna á að viðræður hefðu í raun hætt þegar steytti á sjávarútvegskaflanum vegna fyrirvara Alþingis þegar í maí árið 2011 og að fyrrverandi ríkisstjórn hefði síðan stöðvað viðræður í janúar 2013. 

Þá minnti Erna á það í Kastljósþættinum í kvöld að þingmál frá 2009 gæti ekki, að mati stjórnskipunarfræðinga, bundið hendur ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili. Hins vegar vakti Erna athygli á því að fylgjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður segðu ekkert um þá fyrirvara sem Alþingi setti á sínum tíma. Hún spurði þá félaga Jón Steindór Valdimarsson og Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, hvort þeir væru á móti þessum fyrirvörum, en fékk engin svör. Helgi sagðist ekki vilja ræða þessi mál efnislega og Jón Steindór gaf einnig lítið fyrir efnislegar umræður. Erna undirstrikaði að ef halda ætti áfram með málið yrði ríkisstjórn fyrst að sækja sér nýtt umboð til Alþingis.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður sagði að ESB-málið væri í raun líflaust orðið með því bréfi sem utanríkisráðherra hefði sent í síðustu viku. Það væri staðfesting á því að ferlinu væri lokið. Vigdís minnti jafnframt á að það stjórnskipulagið hér á landi væri með þeim hætti að þingmeirihluti hverju sinni réði að jafnaði ferðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1793
  • Frá upphafi: 1182996

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband