Leita í fréttum mbl.is

Erna Bjarnadóttir útskýrđi stöđu ESB-málsins í dag

erna_bjarnadottirErna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvćmdastjórn Heimssýnar, tók ţátt í fjölmiđlaumrćđu um ESB-málin í dag, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi formanni Heimssýnar, Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni Já-Ísland, Helga Hjörvar alţingismanni og fleirum. Í morgunţćtti Rásar 2 og í Kastljóssţćtti sjónvarpsins undirstrikađi Erna stöđu ESB-umsóknarinnar međ ţví ađ skýra eđli ályktunar Alţingis og tilgreina afleiđingar ţeirra fyrirvara sem Alţingi og utanríkismálanefnd setti í viđrćđunum. Ţegar umrćđan var komin út á efnislegar og innihaldsríkar brautir af ţessu tagi í Kastljósinu í kvöld sagđist formađur Já-Ísland ekki hafa áhuga á umrćđunum.

Erna undirstrikađi ađ bréf utanríkisráđherra til ESB-forystunnar fyrir helgi vćri fullnađaryfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um ađ hún ćtli ekki ađ halda áfram međ máliđ. Ţađ vćri undarlegt ef ESB tćki ekki mark á slíkum yfirlýsingum löglega kjörinnar ríkisstjórnar. Ţá minnti Erna á ađ viđrćđur hefđu í raun hćtt ţegar steytti á sjávarútvegskaflanum vegna fyrirvara Alţingis ţegar í maí áriđ 2011 og ađ fyrrverandi ríkisstjórn hefđi síđan stöđvađ viđrćđur í janúar 2013. 

Ţá minnti Erna á ţađ í Kastljósţćttinum í kvöld ađ ţingmál frá 2009 gćti ekki, ađ mati stjórnskipunarfrćđinga, bundiđ hendur ríkisstjórnar á nćsta kjörtímabili. Hins vegar vakti Erna athygli á ţví ađ fylgjendur ţjóđaratkvćđagreiđslu um áframhaldandi viđrćđur segđu ekkert um ţá fyrirvara sem Alţingi setti á sínum tíma. Hún spurđi ţá félaga Jón Steindór Valdimarsson og Helga Hrafn Gunnarsson, ţingmann Pírata, hvort ţeir vćru á móti ţessum fyrirvörum, en fékk engin svör. Helgi sagđist ekki vilja rćđa ţessi mál efnislega og Jón Steindór gaf einnig lítiđ fyrir efnislegar umrćđur. Erna undirstrikađi ađ ef halda ćtti áfram međ máliđ yrđi ríkisstjórn fyrst ađ sćkja sér nýtt umbođ til Alţingis.

Vigdís Hauksdóttir alţingismađur sagđi ađ ESB-máliđ vćri í raun líflaust orđiđ međ ţví bréfi sem utanríkisráđherra hefđi sent í síđustu viku. Ţađ vćri stađfesting á ţví ađ ferlinu vćri lokiđ. Vigdís minnti jafnframt á ađ ţađ stjórnskipulagiđ hér á landi vćri međ ţeim hćtti ađ ţingmeirihluti hverju sinni réđi ađ jafnađi ferđinni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband