Leita í fréttum mbl.is

Skýrsla úr fílabeinsturni

Á þessari frétt Morgunblaðins um skýrslu starfsmanns endurskoðunarfyrirtækisins KPMG verður ekki annað séð en að viðkomandi fylgist ekki vel með því sem er að gerast í efnahagsmálum.

Í fyrsta lagi er ESB miklu meira en bara gjaldmiðilsbandalag. Í öðru lagi virðist ekkert mið vera tekið af því að þetta gjaldmiðilsbandalag er ekki sjálfbært miðað við núverandi skipulag. Í þriðja lagi skiptir litlu máli hvort við séum á leið inn í ESB eða ekki; ákveðin atriði varðandi höftin verður að leysa óháð því og áður en af mögulegri inngöngu gæti orðið.

Svo er líka vert að muna að það kom okkur að engu haldi að vera umsóknarríki í ESB varðandi höftin. ESB og utanríkisráðuneytið voru með einhverja sýndartilburði um sérfræðiaðstoð en öll sú sérfræðiaðstoð sem þegin hefur verið kemur annað hvort frá innlendum sérfræðingum eða sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérfræðingar AGS á þessu sviði eru svo aðallega frá öðrum löndum en Evrópulöndum.


mbl.is Heppilegra að losa höftin með evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki svolítið dilemma í þessari sviðsmynd? Samkvæmt öllum sattmalum um sambandið þá verður ekki gengið í það í gjaldeyrishöftum. 

Það er svo spurning hvort innganga sé nauðsynleg til upptöku. Monaco, San Maríno, Andorra og Vatíkanið eru með Evruna án þess að vera í sambandinu. Einhliða upptaka er því möguleg samkvæmt því. En...þá kemur að Maastrict og öllu því. Evran verður tæplega tekin upp í gjaldeyrishöftum samkvæmt því.

þeir klifa jú á að þetta hangi allt saman á trúverðugleika, án þess að skýra það betur. 

Ef eg hef einhvern tíma séð pantaða skyrslu með pantaðri niðurstöðu, þá hlýtur það að vera þessi.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 14:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Segjum svo að það þessi "sviðsmynd" sé möguleg ef einblínt er á það eingöngu að leysa þennan tímabundna vanda, "hratt eða högt", þá vantar í greininguna hverju kosta þyrfti til í okkar einsleyta efnahagslífi.

Þá er spurning hvort hag okkar yrði borgið þega togarar evrópubandalagsin verða komnir upp í kalgarða hjá okkur í samkeppni við útgerðir og heimild til erlendra fjárfestinga í útgerðarfyrirtækjum verði ekki til þess að þau endi öll í erlendri eigu þar sem arðurinn er fluttur úr landi.

við getum svo gefið okkur nokkuð örugglega að ferðaþjónustan hlyti sömu örlög.

Grikkir og Spanverjar hafa m.a. horft á hrun í þeim greinum vegna hækkandi verðlags og erlends eignahalds sem flytur arðinn inn í Bundesbank. Það vegur ekki lítið í hörmum þeirra þjóða nú.

Ef einhver hefur glatað trúverðugleika hér fyrir algert ábyrgðarleysi og tækifærismennsku þá er það KPMG. Sa og ASÍ eru að vonum ánægð með niðurstöðu, sem er svona mikið "í samræmi við afstöðu" þeirra, enda líklegt að breyturnar í jöfnunni hafi verið handvaldar af þeim án tillits til afkomu og framtíðar. Það er einmitt það sem svona "scenario" byggist á. Þ.e. Pæling að gefnu hinu og þessu óræðu og að slepptu öðru.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli það sé ekki óhætt að kalla þetta bókhaldslega guðfræði?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 14:32

4 identicon

Í upphafi skýrslunnar er tekið fram að allar sviðsmyndir tækju mið af Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru. Það er gengið út frá þeirri einu grunnforsendu. Niðurstaðan kemur því alls ekki á óvart. 

HH (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 14:53

5 Smámynd: Elle_

Ótrúlegt að lesa að fólk skuli enn vera að lemja höfðinu í veggi.  Um hvaða viðræður er maðurinn eiginlega að tala? 

Svo voru það ekki atvinnurekendur almennt sem vildu þangað inn, eins og kom fram í könnun ekki fyrir löngu, þó nokkrir stjórnendur þykist vera að segja þetta í umboði þeirra, svona svipað og þegar Össur talar öfugt fyrir þjóðina. 

Elle_, 31.3.2015 kl. 15:29

6 Smámynd: Elle_

Og ég var að tala um Ólaf­ Stephen­sen í fréttinni, svo það komi fram.

Elle_, 31.3.2015 kl. 15:50

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

HH, það er einmitt það sem er svo óforskammað og siðlaust við svona spuna. Þ.e. Gefum okkur að við værum í evrópusambandinu og værum með evru, þá myndi losun gjaldeyrishafta hugsanlega vera auðveldara.

Málið er bara að það er ekki raunveruleikinn og ekkert á leiðinni að gerast.

Þetta lið á enga skömm til. Ég er mest hissa á fyrirtæki sem byggir svo sterkt á trúnaði og tíundar það svo kyrfilega í þessu "scenario" skuli vera svo lausgirt að selja sig svona ómerkilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 16:04

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver vegna á að afnema höft á fjármagnsflutninga sem hafa enga tengingu við raunhagkerfið?

Þarf ekki að færa rök fyrir því fyrst???

Þau rök hafa hvergi verið færð!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 19:21

9 identicon

Það var lítt hægt að merkja hrifningu fundargesta á þessari skýrslu. Einn fundargesta stakk upp á "fimmtu sviðsmyndinni" sem myndi gera ráð fyrir dauða evrunnar næstu fimm árin. Þá var því til svarað að sviðsmyndirnar ættu eingöngu við ef allt væri eðlilegt. 

Skildi verkalýðurinn vera meðvitaður um gengdarlaust fjáraustur ASÍ? Hvað skildi það kosta að sérpanta áróðursskýrslur sér til handa hvort sem það er KPMG eða alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sem vinnur verkið... 

HH (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 20:51

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"...ef allt væri eðlilegt.."???

Ef allt væri eðlilegt þá væri ekki einu sinni verið að ræða svona fjarstæðukenndar hugmyndir hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1165023

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2035
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband