Leita í fréttum mbl.is

Könnun: Af hverju gleyma Sf, Bf og Vg fyrirvörunum?

Ein af stóru spurningunum þessa dagana er af hverju Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri græn virðast allt í einu hafa gleymt þeim fyrirvörum sem Alþingi setti sumarið 2009 varðandi umsókn um inngöngu í ESB. Sem kunnugt er var umsóknin skilyrt með vísan í þá meginhagsmuni Íslendinga sem meirihluti utanríkisnefndar setti fram í tengslum við umsóknina. Umsóknin strandaði síðan á skilyrðinu um sjávarútveg. 

Hvers vegna gleyma stjórnmálaforingjarnir þessum fyrirvörum í tillögu þeirra til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna sem þeir hafa lagt til að Alþingi samþykki? Hægt er að taka þátt í könnun um það hér til vinstri.

Gleymdi Samfylkingin þessu eins og hún gleymdi að ræða um samningsmarkmiðin í framhaldi af allsherjarkosningu meðal félagsmanna árið 2003 um ESB-málin, vildi Guðmundur Steingrímsson ekki hafa þetta með af því að hann vill bara fyrir alla muni draga Ísland inn í ESB eða vildi Katrín Jakobsdóttir ekki hafa þetta með af því að það myndi torvelda för þessarar ályktunar?

Takið þátt í þessari laufléttu skoðanakönnun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 1120535

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1494
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband