Leita í fréttum mbl.is

Haraldur Benediktsson lýsir ESB-umræðuferlinu sem fyrirvaralausri aðlögun

Haraldur Benediktsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, lýsir ágætlega í grein í Morgunblaðinu í dag hvernig umræðuferlið um inngöngu í ESB átti sér stað. Þar kemur fram hvernig sendinefndir ESB tóku á andstæðingum aðildar og hvernig nefndirnar hugsuðu sér að leggja málin upp þannig að sem mestar líkur yrðu á að þjóðin myndi samþykkja væntanlegan samning. Þá lýsir Haraldur vel skoðunum sendinefndanna á aðlögunarferlinu og því hvernig samþykkja þyrfti ýmsar breytingar á lögum áður en ESB samþykkti inngöngu Íslands.

Grein Haraldar er birt hér í heild sinni. Leturbreytingar eru Heimssýnar. 

Stjórnarandstaðan fellur frá fyrirvörum Alþingis

Það var lærdómsríkt að vinna með því ágæta fólki, sem skipaði fjölmargar sendinefndir frá ESB, og var að vinna að aðlögunarferlinu. Þetta var fólk af ýmsum stigum stjórnkerfis sambandsins. Erindi þess var eðlilega mismunandi. Ég hitti margar nefndir fyrir hönd Bændasamtakanna.

Ég rifja sérstaklega upp fund sumarið 2011, sendinefndin var að þessu sinni skipuð háttsettum embættismönnum. Almennt má um allt það fólk sem kom segja, að það taldi ekki vandamál að vinna með þeim sem væru á móti aðild og ekki væri fyrirstaða að eiga með þeim uppbyggilegt samstarf. Þau þekktu vel afstöðu bænda. Þau væru mjög reynd að vinna með slík sjónarmið og Evrópusambandið hefði það í ákveðnu ferli, að fást við það. Aðild yrði tilbúin og send í atkvæðagreiðslu þegar þeir sérfræðingar, sem héldu um þau mál, teldu réttan tíma kominn til þess. Sem sagt þegar »rétti tíminn« kæmi yrði blásið til atkvæðagreiðslu.

Hún var athyglisverð sú skoðun gesta okkar, að meiri vandi væri að fást við íslensk stjórnvöld og þá sem vildu aðild, heldur en andstæðinga aðildar, vegna rangrar nálgunar þeirra að þeim raunveruleika sem fælist í að hafa hafið aðlögun. Það myndi ekki fara vel fyrir ferlinu ef ekki væri skilningur á eðli inngönguferilsins og hvernig hann væri í raun.

Á fundi sumarið 2011 reyndum við að útskýra fyrir sendinefnd hvernig íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að breyta hér lögum og reglum - fyrr en eftir kosningu um aðild. Svar þeirra var einfalt; ekkert kerfi - engin »greiðsla« til Íslands - engin aðild.

Við þessa yfirlýsingu fór fram áhugaverð umræða um stöðu umsóknarríkis. Þar kom m.a. fram að ákvæði greinargerðar þingsályktunar Alþingis í ýmsum málaflokkum væru þess eðlis að ekki yrði hægt að ljúka ferlinu nema fallið yrði frá þeim. Sérstaklega varðaði þetta ákvæði í ályktun Alþingis um sjávarútvegsmál. Þar væri um svo stórt atriði að ræða að ekki gæti orðið framhald - og líklega yrði ekki skilað rýniskýrslu, fyrr en Ísland gerði sér grein fyrir þeim grundvallarákvæðum ESB sem Ísland þyrfti að hlíta sem aðildarríki, sérstaklega varðandi sjávarútveg. Enda hefur rýniskýrsla um sjávarútvegskaflann ekki skilað sér ennþá.

Allir hljóta að sjá að aðlögunarferillinn hefur verið strand frá þessum tíma. Til að losa ferlið verður að falla frá fyrirvörum Alþingis.

Væri það afstaða núverandi ríkisstjórnarmeirihluta að halda áfram aðlögunarferlinu er ferlið jafn fast og áður. Því fyrst þurfum við að ákveða á Alþingi að falla frá fyrirvörum okkar sem settir voru við afgreiðslu Alþingis um sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hvar ætlar núverandi utanríkisráðherra og ríkisstjórn að fá umboð til þess?

Núverandi stjórnarandstaða er greinilega fallin frá fyrirvörum sínum með framlagningu á þingsályktunartillögu sinni um þjóðaratkvæði um framhald viðræðna? Verður ekki þjóðin að vita hvaða samningsumboð hún ætlar að veita, ef hún á að kjósa um framhald viðræðna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Stjórnarandstaðan, með Pírata í broddi fylkingar, hefur engan áhuga á að ræða yfir höfuð hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um framgang aðildarviðræðna feli í sér að fyrirvarar Alþingis sem fylgdu með umsókninni falli niður að lokinni atkvæðagreiðslu.

Öllum sem kynnt hafa sér aðildarferlið ætti að vera ljóst að aðildarferlinu verður ekki lokið nema núverandi fyrirvörum Alþingis verði vikið til hliðar.

Þögn Pírata um þetta atriði lyktar af sömu óheilindum og sami flokkur vill meina að einkenni flokka sem ekki eru hlynntir aðild að ESB.

Eggert Sigurbergsson, 4.4.2015 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 496
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 2853
  • Frá upphafi: 1165770

Annað

  • Innlit í dag: 442
  • Innlit sl. viku: 2468
  • Gestir í dag: 416
  • IP-tölur í dag: 411

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband