Leita í fréttum mbl.is

Sænskir bændur mótmæla afleiðingum ESB-aðildar

saenskurlandbunadurSænskir bændur efndu til mótmæla víða í Svíþjóð fyrir helgi til að mótmæla því sem þeir kalla aðför að landsbyggðinni. Eftir aðildina að ESB hefur hlutur sænskra bænda í framleiðslu tiltekinna landbúnaðarafurða fallið úr 90% í 45% á sænskum markaði. Sænskir bændur komu því saman á 22 stöðum víðs vegar um Svíþjóð til að mótmæla því hversu mjög landsbyggðin væri afskipt. Þeir sögðu sænska stjórnmálamenn hundsa landsbyggðina og að hún virtist ekki skipta máli þegar ákvarðanir um landsmálin væru teknar.

Hér er varað mjög við þeim afleiðingum sem aðildin að ESB hefur fyrir sænskan landbúnað. „Við vorum mjög barnaleg. Við héldum að við gætum haldið uppi hágæða matvælaframleiðslu fyrir kröfuðhörðustu neytendurna eftir sameiningu við ESB“, er haft eftir framámanni í sænsku bændasamtökunum nýverið. Þetta varð hins vegar alls ekki raunin og allar götur síðan hefur sænskur landbúnaður verið á hraðri niðurleið. 

Eftir aðildina að ESB hefur hlutur sænsks landbúnaðar fyrir landbúnaðarvörur á markaði í Svíþjóð fallið úr 90% í 45%. 

Sjá nánar hér í norskum miðli:

Skremmende beskrifvelser av svensk jordbruk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki örugglega sagt frá þessu á RÚV?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 22:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Stefán! 

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 308
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2788
  • Frá upphafi: 1164995

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 2396
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 241

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband