Leita í fréttum mbl.is

Framsókn áréttar ESB-stefnuna ...

sigmundurdavidgunnlaugsÍ drögum að stjórnmálaályktun sem liggja fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins er sú stefna áréttuð að Ísland skuli vera utan ESB. Það er gott. En flokkurinn þarf að fylgja því eftir að Ísland verði með óyggjandi hætti tekið af lista ESB yfir umsóknarríki. Auk þess þarf að skrúfa fyrir peningaflæði ESB til áróðursstarfa á Íslandi og loka Evrópustofu.

Drög að ályktun framsóknarmanna eru svohljóðandi:

EES samningurinn er aðgöngumiði Íslands að sameiginlegum markaði Evrópu og grunnur að samstarfi Íslands og Evrópusambandsins. Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld best tryggt hagsmuni Íslands á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins og hafnar því aðild að sambandinu.

Fróðlegt verður að sjá hvaða meðferð þessi ályktun fær hjá þingfulltrúum Framsóknarflokksins um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 179
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1957
  • Frá upphafi: 1183160

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband