Leita í fréttum mbl.is

Enn er litið á Ísland sem umsóknarríki

styrmirStyrmir Gunnarsson fjallar um það á bloggsíðu sinni nýverið að enn sé litið á Ísland sem umsóknarríki hjá Evrópusambandinu.

Styrmir segir:

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja spá um hagþróun í einstökum aðildarríkjum á þessu ári sem nefnist European Economic Forecast-Spring 2015. Spá þessi nær líka til ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB og í þeim hópi er Ísland að því er fram kemur í þessari skýrslu.

Kaflinn um Ísland er nr. 30 og er á bls 126 í skýrslunni. 

Þar segir að efirspurn heima fyrir hafi verið helzti drifkraftur íslenzka hagkerfisins á síðasta ári. Því er spáð að verðbólga muni aukast í náinni framtíð.

Sú staðreynd að fjallað er um Ísland sem umsóknarríki í nýrri skýrslu ESB tæpum tveimur mánuðum eftir að utanríkisráðherra sendi bréf sitt til Brussel bendir til þess að ekkert mark hafi verið tekið á því bréfi enn sem komið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og Styrmir Gunnarsson þykist ekki hafa vitað um þá staðreynd, að Ísland hefur alla tíð verið umsóknarríki að ESB?

Það væri fróðlegt að skyggnast inn í samvisku/siðferðisþroska Styrmis Gunnarssona, og verk hans upp í gegnum áratugina.

Ég skil að allir eru á einhvern hátt gallaðir persónuleikar.

Þar með er Styrmir Gunnarsson líka á einhvern hátt gallaður persónuleiki. Ég óska honum góðs bata á sínum göllum. Ég óska líka öllum öðrum góðs bata á gölluðum persónuleikum sínum.

Gagnrýnins-hugsun og rétt upplýstur skilningur allra, er traustur grunnur að bættu siðferðissamfélagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2015 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 251
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 2620
  • Frá upphafi: 1165248

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 2247
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband