Leita í fréttum mbl.is

Lilja Mósesdóttir segir evruást undarlega jafnaðarstefnu

LiljaMosesLilja Mósesdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður VG, segir það vera undarlega jafnaðarstefnu að vilja troða ógæfu evrunnar upp á Íslendinga í ljósi reynslu Grikkja. Í Grikklandi hafi evran gert ríka fólkinu kleift að koma sér undan því að taka á sig byrðar kreppunnar og eftir hafi setið grískt alþýðufólk með skuldir ríkissjóðs, skuldir sem voru komnar til vegna eyðslu og spillingar yfirstéttarinnar.

DV skýrir frá því að þetta hafi komið fram í ummælakerfi við frétt DV um ummæli Össurar um haftaáætlun ríkisstjórnarinnar.

DV birtir ummæli í Lilju í heild sinni sem eru svohljóðandi:

Lilja sendir Össuri tóninn - DV

„Athyglisvert að maður sem kallar sig jafnaðarmann og er fyrrverandi formaður flokks sem nú ber heitið Jafnaðarmannaflokkur skuli stöðugt boða kosti evrunnar á kostnað krónunnar í ljósi reynslu Grikkja.

Á Grikklandi gerði evran ríka fólkinu kleift að koma sér undan að taka á sig byrðar kreppunnar með því að færa eignir sínar úr landi. Eftir sat grískt alþýðufólk með skuldir ríkissjóðs sem voru ekki síst tilkomnar vegna eyðslu og spillingar evru-Grikkjanna.

ESB hefur síðan hamast við að svelta gríska alþýðu í stað þess aðstoða grísk stjórnvöld við að skattleggja evrueign auðstéttarinnar.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ein af mörgum furðulegum ógæfusporum síðustu ríkisstjórnar var að vilja ekki nota  

Lilju Mósesdóttur.  Þennan mikla mennta mann og sérfræðing í fjármagnshruni þjóða.

Né Steingrímur  vissi allt mikið betur , hélt hlutunum alfarið hjá sér og Lilja flæmdist úr flokknum.

Snorri Hansson, 17.6.2015 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 968706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband