Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Grikklands pólitískt verkfæri ESB

handrukkariNýleg tilkynning frá Seðlabanka Grikklands er dæmi um það hvernig ESB og seðlabanki evrunnar beitir stofnunum aðildarlanda fyrir sig í pólitískum tilgangi. Með þessu reynir ESB að hafa áhrif á lýðræðislega þróun í Grikklandi. Því er haldið fram af hógværum íhaldsmönnum að ESB reyni allt til þess að vegur vinstri stjórnarinnar í Grikklandi verði sem verstur.

Við getum ímyndað okkur hvað hefði gerst ef ESB og seðlabanki evrunnar hefðu getað skipað seðlabankanum á Íslandi fyrir verkum í aðdraganda og eftirmála hrunsins hér á landi. Hefðum við þá haft okkar Papandreóa eða Tsiprasa?

ESB og AGS eru sögð keyra hagkerfið í Grikklandi fram á brún hengiflugs hrunsins til þess eins að framfylgja úreltri innheimtustefnu sinni fyrir kröfuhafa í fjármálakerfinu. Þessi hegðun þríeykisins (ESB, AGS og ECB) stefni hins vegar Grikklandi í öngþveiti og grafi í leiðinni undan lögmæti ESB og AGS og geri jafnframt framtíðarhorfur í efnahagsmálum í Evrópu og heimsbyggðinni allri mun verri fyrir vikið.

Sagt er að til úrslitastundu dragi á morgun eða í lok þessa mánaðar. Gefist ríkisstjórn Grikklands ekki upp er þó líklegast að AGS, ESB og ECB lengi í hengingarrólinni fram eftir sumri og jafnvel fram eftir ári.

Nýleg skrif Ambrese Evans-Pritchards um málið ættu að vera skyldulesning hvers áhugamanns um Evrópusambandið og efnahagsmál.

Hér er Styrmir Gunnarsson með stutta útgáfu af þessari grein Pritchards.


mbl.is Þurfa ekki á AGS að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1608
  • Frá upphafi: 1161777

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1438
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband