Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Grikklands pólitískt verkfæri ESB

handrukkariNýleg tilkynning frá Seðlabanka Grikklands er dæmi um það hvernig ESB og seðlabanki evrunnar beitir stofnunum aðildarlanda fyrir sig í pólitískum tilgangi. Með þessu reynir ESB að hafa áhrif á lýðræðislega þróun í Grikklandi. Því er haldið fram af hógværum íhaldsmönnum að ESB reyni allt til þess að vegur vinstri stjórnarinnar í Grikklandi verði sem verstur.

Við getum ímyndað okkur hvað hefði gerst ef ESB og seðlabanki evrunnar hefðu getað skipað seðlabankanum á Íslandi fyrir verkum í aðdraganda og eftirmála hrunsins hér á landi. Hefðum við þá haft okkar Papandreóa eða Tsiprasa?

ESB og AGS eru sögð keyra hagkerfið í Grikklandi fram á brún hengiflugs hrunsins til þess eins að framfylgja úreltri innheimtustefnu sinni fyrir kröfuhafa í fjármálakerfinu. Þessi hegðun þríeykisins (ESB, AGS og ECB) stefni hins vegar Grikklandi í öngþveiti og grafi í leiðinni undan lögmæti ESB og AGS og geri jafnframt framtíðarhorfur í efnahagsmálum í Evrópu og heimsbyggðinni allri mun verri fyrir vikið.

Sagt er að til úrslitastundu dragi á morgun eða í lok þessa mánaðar. Gefist ríkisstjórn Grikklands ekki upp er þó líklegast að AGS, ESB og ECB lengi í hengingarrólinni fram eftir sumri og jafnvel fram eftir ári.

Nýleg skrif Ambrese Evans-Pritchards um málið ættu að vera skyldulesning hvers áhugamanns um Evrópusambandið og efnahagsmál.

Hér er Styrmir Gunnarsson með stutta útgáfu af þessari grein Pritchards.


mbl.is Þurfa ekki á AGS að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband