Leita í fréttum mbl.is

ESB vill hirđa fullveldiđ af Grikkjum

Nú skulu öll ráđ af Grikkjum tekin. Ţeir ţurfa ađ afhenda ríkiseignir sem tryggingu fyrir lánum og setja allar ađgerđir í lög. Allt traust er fariđ og yfirstjórn ESB ákveđur ađferđir og leiđir og skammtar svo úr hnefa.

Mbl.is segir hér:

 

Stjórn­völd í Grikklandi verđa af fram­selja yf­ir­ráđin yfir rík­is­eign­um ađ verđmćti 50 millj­arđa evra í hend­ur evru­svćđis­ins sem trygg­ingu fyr­ir ţví ađ ráđist verđi í um­fangs­mikla einka­vćđingu í land­inu. Standi grísk­ir ráđamenn ekki viđ kröf­ur um einka­vćđingu verđa eign­irn­ar seld­ar.

Ţetta kem­ur međal ann­ars fram í til­lögu ađ sam­komu­lagi um skulda­vanda Grikk­lands sem sett var sam­an á fundi fjár­málaráđherra evru­ríkj­anna í dag sam­kvćmt frétt breska dag­blađsins Guar­di­an. Ţar seg­ir ađ verđi til­lag­an ađ raun­veru­legu sam­komu­lagi viđ grísk stjórn­völd yrđi um ađ rćđa gríđarlegt framsal á full­veldi. Jafn­vel í til­felli rík­is sem veriđ hafi und­ir eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins, Evr­ópska seđlabank­ans og Alţjóđagjald­eyr­is­sjóđsins síđustu fimm ár.

Ţeim mögu­leika er haldiđ opn­um í til­lögu fjár­málaráđherra evru­ríkj­anna ađ Grikk­land fari tíma­bundiđ út af evru­svćđinu ef grísk stjórn­völd fall­ast ekki á sam­komu­lag viđ alţjóđlega lán­ar­drottna lands­ins. Ţjóđverj­ar höfđu áđur lagt ţá til­lögu til. Ná­ist sam­komu­lag ţurfa Grikk­ir lík­lega á bil­inu 82-86 millj­arđa evra sam­kvćmt til­lögu ráđherr­anna.


mbl.is Verđa ađ afhenda ríkiseignir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Og enn er til fólk á Íslandi sem vill leggja allt í sölurnar fyrir ađ komast ţarna inn.  Ţađ er auđvitađ ekki í lagi međ slíkt fólk.  Ţetta er bara óţolandi grćđgi banka og bankstera sem vilja gína yfir öllu sem getur gefiđ ţeim meiri auđ og meiri völd, svei ţví bara.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.7.2015 kl. 18:36

2 Smámynd:   Heimssýn

Kröfuhafar settu fram svipađar hugmyndir hér á landi eftir hruniđ, ţ.e. ađ ríkiseignir yrđu látnar upp í skuldir bankanna. Ţćr hugmyndir voru sem betur fer bara draumur einhverra kröfuhafa - og gátu aldrei náđ fram ađ ganga. Ţađ voru ţó til talsmenn ţess hér á landi ađ ríkiđ ábyrgđist almennt skuldir einkabankanna. Sem betur fer var atburđarásin ţó ţannig ađ neyđarlögin voru samţykkt áđur en samningar voru gerđir viđ AGS međ fulltrúa ESB-ríkjanna sem ráđandi afl ţar innanborđs. Ţađ ţurfti sterk bein til ađ standast kröfur ESB á ţessum óvissutímum.

Heimssýn, 12.7.2015 kl. 18:53

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

ESB er vandamáliđ, ekki Grikkland. Evran er vandamáliđ ekki krónan. Niđur međ ESB arftaka 3. Ríkisins.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2015 kl. 02:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 1693
  • Frá upphafi: 1142065

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband