Leita í fréttum mbl.is

Lars Christiansen segir evruna vera algjört klúður

LarsHinn kunni danski hagfræðingur, Lars Christiansen, sá er varaði fyrstur við falli stóru íslensku bankanna, segir á heimasíðu sinni allt í kringum evruna hafa verið eintómt klúður. Evran sé meiriháttar efnahagslegt, fjármálalegt, pólitískt og félagslegt glæfraspil. Mbl.is endursegir svo sjónarmið Christiansens ef evran hefði ekki verið tekin upp:

„Sum­um ríkj­anna gengi vel og öðrum gengi illa. En haldið þið í al­vöru að við stæðum frammi fyr­ir jafn djúpri efna­hagskreppu og við höf­um orðið vitni að und­an­far­in sjö ár inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins? Haldið þið að lands­fram­leiðsla Grikk­lands hefði hrapað um 30%? Að lands­fram­leiðsla Finn­lands hefði minnkað meira en í krepp­unni miklu og bankakrís­unni í land­inu á tí­unda ára­tugn­um sam­an­lagt? Haldið þið að evr­ópsk­ir skatt­greiðend­ur hefðu þurft að dæla millj­örðum evra í að bjarga rík­is­stjórn­um í Suður- og Aust­ur-Evr­ópu auk þýskra og franskra banka?“ spyr Christian­sen og held­ur áfram:

„Haldið þið að jafn­mik­il óein­ing ríkti inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og raun­in er nú? Haldið þið að við stæðum frammi fyr­ir sama fjand­skapn­um á milli Evópuþjóða? Haldið þið að við yrðum vitni að upp­gangi stjórn­mála­flokka eins og Gull­inn­ar dög­un­ar og Syr­iza í Grikklandi og Podemos á Spáni? Að andúð á inn­flytj­end­um og vernd­ar­hyggja færi vax­andi um alla Evr­ópu líkt og verið hef­ur? Haldið þið að evr­ópski banka­geir­inn hefði verið nær lamaður und­an­far­in sjö ár? Og það sem mestu máli skipt­ir, haldið þið að 23 millj­ón­ir manna væru at­vinnu­laus­ar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins? Svarið við öll­um þess­um spurn­ing­um er NEI!

Sök­in hjá stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönn­um ESB

Christian­sen seg­ir þá stöðu sem upp er kom­in vera „ógeðslega“. Sök­in liggi að hans mati hjá stjórn­mála­mönn­um og emb­ætt­is­mönn­um evru­svæðis­ins sem og hag­fræðing­um sem hafi ekki varað við hætt­unni af því að koma evr­unni á lagg­irn­ar en þess í stað stutt þau áform sem hafi verið „brjálæðis­leg“ frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli. Ekki sé hægt að segja að eng­inn hafi varað þá við. Það hafi til að mynda banda­ríski hag­fræðing­ur­inn og Nó­bels­verðlauna­haf­inn Milt­on Friedm­an og fleiri gert. Þar á meðal Bern­ard Connolly sem hafi í kjöl­farið verið vikið úr fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins árið 1995.

Brott­vikn­ing Bern­ards Connolly er því miður lýs­andi fyr­ir þann skort á umræðu um pen­inga­stefnu­leg mál sem er fyr­ir hendi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Öll andstaða við „verk­efnið“ er þögguð niður. Til­gang­ur­inn helg­ar alltaf meðalið,“ seg­ir hann enn­frem­ur. Fáir aðrir en sænsk­ir og dansk­ir kjós­end­ur hafi fengið að greiða at­kvæði um evr­una í þjóðar­at­kvæðagreiðsluna og haft vit á því að hlusta ekki á yf­ir­stétt­ir landa sinna. Fyr­ir vikið væru Dan­ir og Sví­ar í miklu betri mál­um í dag en þeir hefðu ann­ars verið. Auðvelt væri að skilja óánægju kjós­enda í evru­ríkj­un­um enda hafi verið logið að þeim.

„Ég get aðeins sagt að ég skilji reiði Grikkja eft­ir að hafa upp­lifað efna­hags­lega og fé­lags­lega erfiðleika í sjö ár og ég get líka skilið að skatt­greiðend­ur í Finn­landi vilji ekki standa und­ir enn ein­um til­gangs­lausa björg­un­ar­pakk­an­um fyr­ir Grikk­land. En þeir ættu ekki að kenna hvor­ir öðrum um. Þeir ættu að beina reiði sinni að evr­ópsku stjórn­mála­mönn­un­um sem komu þeim inn á evru­svæðið.“


mbl.is Evran „meiriháttar glæfraspil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 145
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1165142

Annað

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 2143
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband