Fimmtudagur, 16. júlí 2015
ESB-forystan er nakin, segir Guðni
Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, skrifar í Moggann í dag að margir séu nú farnir að átta sig á því að leiðtogar ESB og hörðustu fylgjendur aðildar Íslands að ESB séu eins og keisarinn sem var án klæða. Til vitnis um það dregur Guðni fram Þorbjörn Þórðarson fréttamann og vitnar í ekki minni menn en Krugman Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Fólk er sem sagt loksins búið að átta sig á því hvílík gæfa það var fyrir Ísland að standa utan ESB í bankakreppunni. Hefðum við verið þar inni hefði forysta ESB-landanna þvingað okkur til að taka á okkur skuldir bankanna.
Greinin ber heitið: Loksins sá "barnið" að ESB er nakið
Gefum Guðna orðið:
Undur og stórmerki gerðust í fréttum Stöðvar 2 mánudagskvöldið 13. júlí sl. Þá spurði Telma Tómasson fréttamanninn Þorbjörn Þórðarson einfaldrar spurningar: Hvaða lærdóm geta Íslendingar dregið af ástandinu á evrusvæðinu? Hann svarar frá hjartanu eins og barnið forðum sem opinberaði að keisarinn væri nakinn, og Þorbjörn sér hlutina í þessu ljósi: Í fyrsta lagi er það nú almennt viðurkennt að íslenska ríkið,löggjafinn, hefði ekki getað sett neyðarlögin 6. okt. 2008 eftir banka- og gjaldeyrishrunið hefði Ísland verið aðili að evrópska myntbandalaginu. Við hefðum sem sé setið uppi með skuldir óreiðumanna eins og margbúið er að benda á. Svo sagði hann þetta: Í öðru lagi hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn ekki getað fellt gengið með þeim afleiðingum að sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan næðu viðspyrnu mjög hratt. Þetta hefði verið ómögulegt í myntsamstarfi. Af þessum sökum tók ekki við það atvinnuleysi sem Grikkir búa nú við, nógu alvarlegt var hrunið samt og landflóttinn sem því fylgdi. En hjól atvinnulífsins tóku að snúast og afla tekna sem smátt og smátt með mörgu öðru eru að endurreisa efnahag okkar. Hin smáða íslenska króna varð að bjarghring í slysinu mikla. Ekki má gleyma Icesaveklafanum sem Bretar með stuðningi ESB ætlaðu að þröngva upp á okkur, en þjóðin hafnaði í tvígang og vann svo málið fyrir EFTA-dómstólnum. Enn gerðust undur í fréttatímanum, nú var ekki talað við hina hápólitísku hagfræðinga okkar þá Þórólf Matthíasson og Gylfa Magnússon sem hafa tröllriðið umræðunni um evru og ESB-aðild og fróðlegt er að skoða þeirra vísdóm með því að gúgla Kúba norðursins. Þar er að finna af þeirra hálfu pólitík, fullyrðingar og stóryrði um okkar stöðu, sem ekki hafa gengið eftir, ummæli sem ekki eru samboðin þeirra menntun.
Ekki fýsilegur kostur að ganga í ESB
Nú vitnaði Þorbjörn í Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, en hann fór hörðum orðum um Evrópusamstarfið og myntsamstarfið og varaði þjóðir við að ganga því á hönd og sagði: Þjóðverjar geta lagt efnahag þjóða í rúst ef þær ekki hlýða. Svo hafði hann beina innkomu á Lars Kristensen, hagfræðing Danske bank, sem sagði að evran og myntsamstarfið væri meiriháttar mistök. Að lokum kom Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum, fram og sagði að líklegt væri að evran myndi leggjast af og væri alls ekki fýsilegur kostur fyrir Ísland. Ég verð nú að fagna þessari faglegu fréttamennsku Stöðvar 2 sem ég vildi ekki síður sjá á RÚV sem þessa dagana fjallar aðallega um að ísöld sé að bresta á af náttúrulegum ástæðum. Hins vegar sigla Grikkir, þetta mikla menningarland og gamla stórveldi, inn í efnahagslega ísöld af mannavöldum. Og við skulum minnast þess Íslendingar að litlu munaði að við færum inn í sömu ísöld og þeir. Nú hefur fréttamaður flutt okkur fréttir um hvað varð okkur til bjargar og hefur það eftir samtölum við viðurkennda fræðimenn og sérfræðinga erlendis. Ekki hefði skuldalækkun heimilanna heldur gengið eftir eða sú ætlan ríkisstjórnarinnar að losa um gjaldeyrirhöftin með stöðugleikaskatti á hrægammasjóðina, og í framhaldinu að lækka skuldir ríkissjóðs um hundruð milljarða. Ég vek athygli á því að við sem höfum verið þessarar skoðunar og haldið uppi andróðri við inngöngu í ESB og ekki talið evruna okkar framtíðarmynt höfum vart mátt mæla fyrir hrópum og köllum um að við værum einangrunar-, þjóðernissinnar og afturhaldsmenn úr torfkofum. Nú fáum við nokkra uppreisn æru við þessa faglegu umfjöllun um ástandið í Evrópusambandinu. Staðan er ljós, það er ekki fýsilegur kostur að ganga í ESB.
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 314
- Sl. sólarhring: 474
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 1188531
Annað
- Innlit í dag: 275
- Innlit sl. viku: 2171
- Gestir í dag: 261
- IP-tölur í dag: 258
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Donald Tusk: Was Krugman sagt, ist intellektuell sicherlich brillant, hat aber nichts mit der Realität zu tun."
http://www.faz.net/aktuell/politik/europaeische-union/eu-ratspraesident-tusk-warnt-vor-ideologischer-spaltung-europas-13706601.html
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.