Leita í fréttum mbl.is

ESB-forystan er nakin, segir Guđni

Guđni ÁgústssonGuđni Ágústsson, fyrrverandi alţingismađur og ráđherra, skrifar í Moggann í dag ađ margir séu nú farnir ađ átta sig á ţví ađ leiđtogar ESB og hörđustu fylgjendur ađildar Íslands ađ ESB séu eins og keisarinn sem var án klćđa. Til vitnis um ţađ dregur Guđni fram Ţorbjörn Ţórđarson fréttamann og vitnar í ekki minni menn en Krugman Nóbelsverđlaunahafa í hagfrćđi. Fólk er sem sagt loksins búiđ ađ átta sig á ţví hvílík gćfa ţađ var fyrir Ísland ađ standa utan ESB í bankakreppunni. Hefđum viđ veriđ ţar inni hefđi forysta ESB-landanna ţvingađ okkur til ađ taka á okkur skuldir bankanna.

Greinin ber heitiđ: Loksins sá "barniđ" ađ ESB er nakiđ

Gefum Guđna orđiđ:

Undur og stórmerki gerđust í fréttum Stöđvar 2 mánudagskvöldiđ 13. júlí sl. Ţá spurđi Telma Tómasson fréttamanninn Ţorbjörn Ţórđarson einfaldrar spurningar: „Hvađa lćrdóm geta Íslendingar dregiđ af ástandinu á evrusvćđinu?“ Hann svarar frá hjartanu eins og barniđ forđum sem opinberađi ađ keisarinn vćri nakinn, og Ţorbjörn sér hlutina í ţessu ljósi: „Í fyrsta lagi er ţađ nú almennt viđurkennt ađ íslenska ríkiđ,löggjafinn, hefđi ekki getađ sett neyđarlögin 6. okt. 2008 eftir banka- og gjaldeyrishruniđ hefđi Ísland veriđ ađili ađ evrópska myntbandalaginu.“ Viđ hefđum sem sé setiđ uppi međ skuldir óreiđumanna eins og margbúiđ er ađ benda á. Svo sagđi hann ţetta: „Í öđru lagi hefđu stjórnvöld og Seđlabankinn ekki getađ fellt gengiđ međ ţeim afleiđingum ađ sjávarútvegurinn, ferđaţjónustan nćđu viđspyrnu mjög hratt. Ţetta hefđi veriđ ómögulegt í myntsamstarfi.“ Af ţessum sökum tók ekki viđ ţađ atvinnuleysi sem Grikkir búa nú viđ, nógu alvarlegt var hruniđ samt og landflóttinn sem ţví fylgdi. En hjól atvinnulífsins tóku ađ snúast og afla tekna sem smátt og smátt međ mörgu öđru eru ađ endurreisa efnahag okkar. Hin smáđa íslenska króna varđ ađ bjarghring í slysinu mikla. Ekki má gleyma Icesaveklafanum sem Bretar međ stuđningi ESB ćtlađu ađ ţröngva upp á okkur, en ţjóđin hafnađi í tvígang og vann svo máliđ fyrir EFTA-dómstólnum. Enn gerđust undur í fréttatímanum, nú var ekki talađ viđ hina hápólitísku hagfrćđinga okkar ţá Ţórólf Matthíasson og Gylfa Magnússon sem hafa tröllriđiđ umrćđunni um evru og ESB-ađild og fróđlegt er ađ skođa ţeirra vísdóm međ ţví ađ gúgla „Kúba norđursins.“ Ţar er ađ finna af ţeirra hálfu pólitík, fullyrđingar og stóryrđi um okkar stöđu, sem ekki hafa gengiđ eftir, ummćli sem ekki eru sambođin ţeirra menntun.

Ekki fýsilegur kostur ađ ganga í ESB

Nú vitnađi Ţorbjörn í Paul Krugman, Nóbelsverđlaunahafa í hagfrćđi, en hann fór hörđum orđum um Evrópusamstarfiđ og myntsamstarfiđ og varađi ţjóđir viđ ađ ganga ţví á hönd og sagđi: „Ţjóđverjar geta lagt efnahag ţjóđa í rúst ef ţćr ekki hlýđa.“ Svo hafđi hann beina innkomu á Lars Kristensen, hagfrćđing Danske bank, sem sagđi ađ evran og myntsamstarfiđ vćri meiriháttar mistök. Ađ lokum kom Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum, fram og sagđi ađ líklegt vćri ađ evran myndi leggjast af og vćri alls ekki fýsilegur kostur fyrir Ísland. Ég verđ nú ađ fagna ţessari faglegu fréttamennsku Stöđvar 2 sem ég vildi ekki síđur sjá á RÚV sem ţessa dagana fjallar ađallega um ađ ísöld sé ađ bresta á af náttúrulegum ástćđum. Hins vegar sigla Grikkir, ţetta mikla menningarland og gamla stórveldi, inn í efnahagslega ísöld af mannavöldum. Og viđ skulum minnast ţess Íslendingar ađ litlu munađi ađ viđ fćrum inn í sömu ísöld og ţeir. Nú hefur fréttamađur flutt okkur fréttir um hvađ varđ okkur til bjargar og hefur ţađ eftir samtölum viđ viđurkennda frćđimenn og sérfrćđinga erlendis. Ekki hefđi skuldalćkkun heimilanna heldur gengiđ eftir eđa sú ćtlan ríkisstjórnarinnar ađ losa um gjaldeyrirhöftin međ stöđugleikaskatti á „hrćgammasjóđina,“ og í framhaldinu ađ lćkka skuldir ríkissjóđs um hundruđ milljarđa. Ég vek athygli á ţví ađ viđ sem höfum veriđ ţessarar skođunar og haldiđ uppi andróđri viđ inngöngu í ESB og ekki taliđ evruna okkar framtíđarmynt höfum vart mátt mćla fyrir hrópum og köllum um ađ viđ vćrum einangrunar-, ţjóđernissinnar og afturhaldsmenn úr torfkofum. Nú fáum viđ nokkra uppreisn ćru viđ ţessa faglegu umfjöllun um ástandiđ í Evrópusambandinu. Stađan er ljós, ţađ er ekki fýsilegur kostur ađ ganga í ESB.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Donald Tusk: Was Krugman sagt, ist intellektuell sicherlich brillant, hat aber nichts mit der Realität zu tun."

http://www.faz.net/aktuell/politik/europaeische-union/eu-ratspraesident-tusk-warnt-vor-ideologischer-spaltung-europas-13706601.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 17.7.2015 kl. 12:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband