Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur: Umsóknin mistök og ESB óhugnanlegt

OgmundurÖgmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, segir í grein sem birt er í DV nú um helgina að það hafi verið mikil mistök að sækja um aðild að ESB. Jafnframt segir hann að sú sýn sem nú birtist af ESB í Grikklandsmálinu sé óhugnanleg. Vandinn við ESB sé hversu ólýðræðislegt það sé og úr öllum tengslum við þjóðþing aðildarlandanna.

ESB er eitraður kokteill

Ögmundur segir að ESB sé eitraður kokteill. Sambandið krefjist ekki aðeins yfirráða yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja. Ögmundur segir að sér finnist auk þess afar slæmt við sambandið hversu miðstýrt og lýðræðissnautt það er. Og ekki bæti úr skák að það krefjist markaðsvæðingar á öllum sviðum. Það sé hinn eitraði kokteill. Þá fái þing ESB engu ráðið gagnvart Stjórnarnefnd ESB og öflugu embættismannaliði sambandsins.

Hefndaraðgerð embættismannaliðs ESB

Ögmundur bætir því við að smánarleg meðferð ESB á Grikkjum nú sé ekkert annað en hefndaraðgerð embættismannaliðsins í Brussel. Nýlegar upplýsingar staðfesti það að embættismennirnir hafi gert það ljóst fyrirfram að Grikkir myndu hafa það verra af ef þeir settu fyrri samning í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvað þá að hafna honum eins og þeir gerðu. Sá samningur sem nú sé verið að ganga frá sé því ekkert annað en tyftun.

Veð í eyjum, samanber Icesave-kröfur ESB.

Þá nefnir Ögmundur að þvingun ESB um að Grikkir láti af hendi eyjar og svæði sem lánsveð minni á þær hugmyndir sem heyrðust frá ESB á dögum Icesave-viðræðnanna hér á landi um að fallvötn og hverir yrðu látin upp í Icesave-skuldina.

 

Það er því alveg ljóst af þessu öllu saman að ef stefna Samfylkingar (og nú Bjartrar framtíðar) hefði fengið að ráða og Ísland hefði gengið í ESB með hraði eins og Jóhanna Sigurðardóttir stefndi að árið 2009 að ekki aðeins væri íslenska ríkið og íslenskir skattgreiðendur að ábyrgjast Icesave-skuldirnar, heldur stóran hluta af skuldum hinna föllnu íslensku banka. Þær skuldir ríkisins næmu margfaldri landsframleiðslu Íslendinga - og væru án efa meiri og þyngri en skuldir gríska ríkisins eru nú. Að auki má ætla, miðað við umræðuna og fram komnar kröfur, að ESB hefði gert kröfu til þess að íslenskir hverir og fallvötn, hafnir og þjóðvegir yrðu sett að veði fyrir einkaskuldum bankanna.

Það er svo sannarlega rétt hjá Ögmundi að þessi sýn af ESB er vægast sagt óhugnanleg.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samþykkti ekki þessi sami Ögmundur að sótt skyldi um aðild?

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 10:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú hann gerði það en ýmsar sögur fara af því hvernig Vinstri Grænum var "uppálagt" að styðja INNLIMUNARUMSÓKNINA á sínum tíma og ekki hefur verið einfalt fyrir ráðherr að ganga gegn vilja forystunnar, þetta var jú í stjórnarsáttmálanum.........

Jóhann Elíasson, 18.7.2015 kl. 14:32

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Við rétt sluppum fyrir horn frá Bretum og Hollendingum.

Spurning hvort td. Krít á að Lýsa yfir sjálfstæði frá Grikklandi áður en eyjan og eyjarskeggjar verða seldir upp í skuld!

Kolbeinn Pálsson, 18.7.2015 kl. 20:36

4 Smámynd: Elle_

Ögmundur Jónasson vildi ekkert að við færum þangað inn. Það voru hans mistök að standa ekki enn harðar í júlí 2009 gegn pólitísku ofbeldi. Óþarfi að nefna hverra. Það er vitað.

Elle_, 19.7.2015 kl. 00:30

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er frábært að vita af svona dómgreindar og ístöðulausu fólki á Alþingi.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.7.2015 kl. 09:43

6 Smámynd: Elle_

Orðið 'Icesave-skuldirnar' passar ekki. Við skulduðum þetta ekki en RUV notaði alltaf þetta orð við fréttaflutning um þetta mál.

Elle_, 19.7.2015 kl. 11:22

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vorkenni Ögmundi Jónassyni, og öllum öðrum sem hafa verið dregnir nitur í glæpastera-bankafen heimsins.

Þegar mannskepnan getur ekki lengur varið sig fyrir guðlausum og kerfisstýrðum bankaráns-djöflaganginum, vegna kúgana og grimmdarlegra hótana bak við tjöldin, þá er best að rétta upp hendurnar í siðmenntaðri auðmýkt, og biðja fyrir helsjúkum kúgunarbankaglæpamönnum jarðarinnar.

Ég er þakklát fyrir að óttast ekki útförina frá jarðlífinu.

Ég velti fyrir mér hvernig þeim líður, sem óttast útförina? Hvað gera þeir sem láta óttann leiða sig til glæpsamlegra "lausna", í örvæntingar-áföllum?

Háskólar heimsins hljóta að eiga einhverjar virðingarverðar, siðferðislegar og mannúðlegar skýringar og meðferðarhugmyndir við svona samfélags-áfallastreituröskunar-spurningum?

Fólk með áfallastreituröskun getur nefnilega ekki spurt sjálft, og það ætti siðmenntað samfélags-skólakerfi á öllum stigum að vita?

Ja, þvílíkur heimsveldisins djöfulsins kjarkur, að ætla að setja aftökublý í aska þeirra sem eru sviknir, rændir og sveltir hér á jörðinni!

Almættið hjálpi þeim sem stýra þessum jarðarinnar aftökum, í skjóli Mammonssýkingarinnar helsjúku, Guðlausu, og gráðugu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.7.2015 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 500
  • Sl. viku: 2536
  • Frá upphafi: 1166296

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2173
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband