Leita í fréttum mbl.is

Evrópuhugsjóninni fatast flugið

grikklandÞað er skiljanlegt að þeir sem hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið séu fremur daprir og hljóðir þessa dagana. Umræðan um samningaumleitanir ESB og Grikklands, bæði hér heima og erlendis, er með þeim hætti að það er ekki fýsilegt fyrir þjóðir að ganga þarna inn.

Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, greinir ástandið ágætlega í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Hann segir það hafa komið á daginn sem ýmsir fræðimenn, einkum í Bandaríkjunum, hafi haldið fram þegar Grikkjum var boðin aðild að ESB. Jafnframt segir hann að staðan gagnvart Grikklandi hafi sett ESB-málin hér á landi í nýtt og skýrara ljós. 

Þá hefur Alþjóðagjaldleyrissjóðurinn beðið nokkurn hnekki í Grikklandsfárinu. Svo virðist sem upplýsingum um slæmar afleiðingar aðgerða ESB gagnvart Grikklandi hafi verið haldið leyndum, líklega vegna þrýstings frá forystu ESB. Nú segir AGS fullum fetum að Grikkir munu ekki ráða við skuldafjallið sem evruaðildin og ýmis óráðsía hefur komið landinu í og nýir og væntanlegir samningar við ESB munu þar engu breyta um.

Og innan ESB heldur umræðan enn áfram um hvort henda eigi Grikkjum út úr evrusamstarfinu. Þar virðist fara fremstur í flokki fjármálaráðherra Þjóðverja. 

Grikklandsfárinu virðist því alls ekki vera að ljúka. Líklegt er að hinn mikli vandi grísku þjóðarinnar verði viðvarandi um langa hríð.

Það er skiljanlegt að hugsjónum þeirra sem aðhyllast nána samvinnu Evrópuþjóða hafi fatast flugið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Kannski fataðist þeim flugið meðan þau eru að skálda nýjar skýringar á trúnni fyrir okkur sem skiljum ekki. En mikill vafi að þau leggi trúna niður. Heitin "Björt Framtíð" og "Viðreisn" eru þunn í þessu samhengi.

Elle_, 19.7.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband