Mánudagur, 17. ágúst 2015
Gallup: Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í ESB
Meirihluti landsmanna, eða 50,1%, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn dagana 16. til 27. júlí síðastliðinn. Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% svöruðu að þeir væru hvorki fylgjandi né andvígir inngöngu.
Ef eingöngu er tekið mið af þeim sem eru annað hvort hlynnt eða andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið þá eru 59,4% andvíg aðild að ESB og 40,6% hlynnt aðild.
Andstaða við inngöngu er mest hjá þeim sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Þannig eru 95% þeirra sem hefðu kosið Framsóknarflokkinn þegar könnunin var gerð andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið og 83% af þeim sem hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuðningsflokki Vinstri grænna eru á móti inngöngu en 33% hlynnt henni.
Stuðningur við inngöngu er mestur hjá fylgisfólki Samfylkingar, 78%, en þar eykst þó óvissan því það tvöfaldast fjöldi þeirra sem er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu frá febrúar. Þá eru 66% af fylgisfólki Bjartrar framtíðar hlynnt inngöngu í ESB og 40% af fylgjendum Pírata.
Alls voru 1482 manns í úrtaki í þessari netkönnun sem Gallup gerði á ofangreindu tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvalið úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825, eða 55,7%.
Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)? Gefnir voru sjö megin svarmöguleikar, þ.e. að öllu leyti hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og að öllu leyti andvíg(ur).
Stærsti einstaki hópurinn af þessum sjö er sá sem er að öllu leyti andvígur inngöngu í ESB og fjölgaði nokkuð í honum frá könnun sem gerð var í febrúar síðastliðnum (fer úr 21,4% í febrúar í 24,6% nú).
Meirihlutinn vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 268
- Sl. sólarhring: 365
- Sl. viku: 2748
- Frá upphafi: 1164955
Annað
- Innlit í dag: 232
- Innlit sl. viku: 2361
- Gestir í dag: 213
- IP-tölur í dag: 212
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman væri að vita hverjar niðurstöðurnar yrðu ef innifalin í könnuninni væri spurning um það hvort svarandi hefði kynnt sér aðildarsamninginn (Lisabon sáttmálann)?
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2015 kl. 16:24
Það er spurning, Guðmundur, hvort fjöldi þeirra sem hafa kynnt sér samninginn sé nægilegur til þess að úrvinnsla á þeirri spurningu yrði talin tölfræðilega marktæk af MMR eða Gallup. Að minnsta kosti er það gisk sumra að þeir sem hafa farið yfir sáttmálann séu ótrúlega fáir miðað við allan fjárausturinn sem ESB hefur lagt í kynningar hér á landi .....
Heimssýn, 17.8.2015 kl. 16:42
Ég hef hitt fáa sem yfir höfuð vita af því að samningur eða sáttmáli um aðild liggi raunverulega fyrir. Engan hef ég hitt ennþá sem hefur raunverulega lesið þann samning. Samt hefur hann legið fyrir í íslenskri þýðingu utanríkisráðuneytisins allt frá því í ráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar.
Við höfnuðum því að samþykkja Icesave samninga án þess að hafa lesið þá fyrst og eftir að hafa gert það lá fyrir skýr og vel rökstudd afstaða gegn þeim. Ég ætlast ekki til þess að minni kröfur séu gerðar til hugsanlegra samninga sem skuldbinda Ísland til að undirgangast hvert annað erlent regluverk.
Kjósum.is
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2015 kl. 16:51
Samkvæmt þessu þurfa einungis 10% landsmanna að skipta um skoðun varðandi ESB aðild til að meirihluti verði kominn fyrir aðild.
Ef umsókninni verður lokið munu örugglega meira en 10% skipta um skoðun í málinu af því að ESB aðild er okkur hagfelld en fólk vill ekki taka afstöðu fyrr en það veit meira um málið, sem er skynsamleg afstaða, almennt séð.
Eins gott fyrir ESB andstæðinga að berjast gegn því að við klárum umsóknina.
Guðjón Sigurbjartsson, 18.8.2015 kl. 06:47
Það er alltaf hægt að leika sér með tölur með þeim hætti sem Guðjón gerir hér. Staðreyndin er hins vegar sú að það er stór, stöðugur og sterkur meirihluti Íslendinga gegn því að Ísland gangi í ESB. Samkvæmt nýlegri könnun MMR er meirihlutinn enn stærri en í könnun Gallup. Kannanir hafa reyndar sýnt í gegnum tíðina að kjósendur hafa flestir lítinn áhuga á ESB svona almennt. Ýmis dagleg og meira aðkallandi viðfangsefni eru þeim ofar í huga. Hins vegar hafa ýmsir áhugamenn um erlend og innlend málefni, m.a. í Heimssýn, sem hafa kynnt sér vel ýmis grundvallaratriði er varðar ESB, svo sem er varðar grundvallarsáttmála sem stjórnsýsla ESB byggir á. Þannig er það grundvallarregla hjá ESB að yfirráðin, hin formlegu og endanlegu yfirráð, yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja, flytjast til Brussel. Þar sæti þá hið endanlega reglugerðar- og lagavald. Það var m.a. af þeirri ástæðu sem Norðmenn höfnuðu aðild að ESB - og það er m.a. af þeirri ástæðu sem margir Íslendingar kæra sig ekki um að Ísland gangi í ESB. Og í Noregi eru 72% landsmanna á móti aðild að ESB!
Heimssýn, 18.8.2015 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.