Um leið og fór að fjara undan Evrópusambandinu, vegna ótal vandræða, var Samfylkingin komin í tilvistarkreppu. Aðild að Evrópusambandinu næstu árin var ekki lengur raunhæf. Í staðinn fyrir að horfast í augu við þá staðreynd og vinna samkvæmt því var gripið til hins auðvelda ráðs að segja formann flokksins misheppnaðan. Farið var í vanhugsað framboð gegn honum, sem gerði ekkert annað en að opinbera harðar innanflokksdeilur, sem voru síst til þess fallnar að auka trú kjósenda á flokknum. Fólk veit mæta vel að flokkur sem er sundurtættur innan frá á ekkert erindi í ríkisstjórn.
Stjórnmálamenn ættu að læra af mistökum þessara flokka. Björt framtíð lagði meiri áherslu á snotra ímynd sína en málefni og galt fyrir það. Samfylkingin lagði alla sína krafta í baráttu fyrir Evrópusambandsaðild og hirti ekki um að búa til varaáætlun ef forsendur breyttust. Þegar ljóst var að Ísland yrði ekki aðildarþjóð næstu árin var eins og Samfylkingin ætti ekki lengur erindi við þjóð sína.
Betra er seint en aldrei, segir máltækið. Samkvæmt því ætti Samfylkingin enn að hafa ráðrúm til að búa til plan B. Það er að segja, ef flokksmenn geta komið sér saman um það sem er reyndar alls óvíst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.