Leita í fréttum mbl.is

Flóttamenn kljúfa Evrópusambandið

Straumur flóttamanna til Evrópulanda veldur sundrungu meðal stjórnmálamanna í álfunni. Schultz, forseti ESB-þingsins, er einn þeirra, sem óttast þetta. Ýmsir halda því fram að landamærasamstarfið sé í upplausn og þar með einn af hornsteinum ESB, nefnilega frjáls för fólks.

Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir að flóttamenn séu fyrst og fremst vandi Þýskalands vegna þess að þeir vilji flestir fara þangað. Flóttamönnum dauðleiðist á Spáni, merkilegt nokk - og þeir vilja margir halda norður á bóginn. Margir vilja fara til Englands en Tjallarnir hafa nánast skellt í lás. Samt eru aðfluttir óvíða fleiri. 

Danir hafa eitthvað verið að klóra sér í höfðinu yfir þessum málaflokki, en Svíar reyna enn að ástunda sína vingjarnlegu stefnu, þótt einhverjir séu nú farnir að efast eftir uppgang Svíþjóðardemókrata upp á síðkastið.

Og nú er á landamærastöðvum suður í Evrópu farið að skilja á milli stríðshrjáðra flóttamanna og þeirra sem vilja bara komast í betra djobb.

Það er margt í þessu alveg skelfilegt. Einna verst er að horfa upp á saklaus börnin sem þurfa að líða fyrir þann hrylling sem stríðandi hópar koma þeim í.

En sem betur fer vilja margir rétta nauðstöddum hjálparhönd. Þótt oft sé sælla að gefa en að þiggja skiptir gjöfin í þessu samhengi langtum meiru fyrir hinn nauðstadda. Þegar um einhvern umtalsverðan fjölda og mikla flutninga er að ræða útheimtir hjálparstarfið skipulag og talsverða fjármuni. Þar koma stjórnvöld og hinn sameiginlegi vilji þjóðarinnar til sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1116896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 603
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband