Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn um fullveldi þjóðarinnar

jon_bjarnason_1198010Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, bendir á að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands hafi lagt þunga áherslu á það við setningu Alþingis í dag að fullveldið væri ein stærsta auðlind þjóðarinnar. Í krafti þess hafi Íslendingar sótt eigið forræði á fiskveiðilögsögunni og landgrunninu. Enn fremur hafi þjóðin í krafti þess hafnað að bera ábyrgð á óreiðuskuldum einkaaðila, eins og fram kemur í bloggi Jóns Bjarnasonar.

Í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag minnti forsetinn á það að allt frá lýðveldisstofnun hafi Íslendingum tekist að stunda fjölþætt alþjóðasamstarf með ýmsum alþjóðastofnunum og öðrum ríkjum.

Þá minnir Jón Bjarnason á það í innleggi sínu að ESB-aðildarsinnar hafi viljað skerða fullveldisákvæði í stjórnarskránni til að auðvelda sér leið inn í ESB. Það hafi ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur reynt að gera en ekki tekist.

Því megi búast við því að ESB-aðildarsinnar á Alþingi muni áfram sækja hart að fullveldinu í umræðum um breytingar á stjórnarskránni. 


mbl.is Hvað var Ólafur Ragnar að meina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Bjarnason einn traustasti liðsmaður fullveldis Íslands. Værum nú í Esb hefði hans ekki notið við. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2015 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 263
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 2743
  • Frá upphafi: 1164950

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 2357
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband