Leita í fréttum mbl.is

Evran kremur efnahag Finna

finlandÞátttaka Finna í gjaldmiðilsbandalagi Evrópu, evrunni, hefur gert það að verkum að vinnuaflskostnaður er fimmtungi hærri í Finnlandi en í samkeppnislöndunum Svíþjóð og Þýskalandi. Þess vegna hefur útflutningur átt undir högg að sækja í Finnlandi, hagvöxtur verið daufur og atvinnuleysi of mikið. Þetta bitnar svo að sjálfsögðu á þjónustugetu hins opinbera í Finnlandi.

Fyrir vikið er Finnland kallað veiki maðurinn í Evrópu.

Nú hafa stjórnvöld í Finnlandi í bígerð að bregðast við þessu með því að fækka frídögum og veikindagreiðslum. 

Það er líklegt að Finnum muni þykja óbragð að þeim meðulum sem þeir þurfa að taka vegna þeirra kvilla sem evran veldur þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er draumur ASÍ að rætast í Finnlandi. Bara allt að gerast þar.

Námskeið eru nú haldin fyrir forseta Frakklands. Á þau mætir hann á skellinöðru svo að Mercédes bifreið Schroeders námskeiðshaldara í evrustálfátækt, fái stöðumælendasekt sínum parkerað korrekt við Élysée.

Og nú er Mercédes skrjóður Schroeders sem sagt mættur á bílastæðin fyrir utan Suomen pääministeríið, til að kenna Finnum evrustálfátækt alla leið niður á botn evru-ríkja.

Þegar Finnland er komið niður á botninn fagra, þá hefst nýtt skeið innvortis gengisfellingar Þýskalands gagnvart öðrum evrulöndum og Ópel Kadett kemst loksins í framleiðslu á ný.

Næsta umferð á evrusvæðinu er að koma þýskum Trabant úr eggjabökkum í umferðina á ný. Þar með hefur evrusvæðið gengið upp. Allir jafnir - þar til að næsta lota af innvortis gengisfellingum Þýskalands hefst á ný.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2015 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2376
  • Frá upphafi: 1165004

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband