Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll Árnason vill halda í fyrirvara Alþingis

arnip1aÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill halda í þá fyrirvara sem utanríkismálanefnd mótaði og Alþingi samþykkti þegar sótt var um aðild að ESB sumarið 2009. Fyrirvararnir voru um yfirráð Íslenidnga yfir sjávarútvegsmálum, um landbúnaðarmál og fullveldismál. Þetta kom fram á stjórnarfundi Heimssýnar þar sem Árni Páll var sérstakur gestur.

Árni Páll hélt ítarlega ræðu á fundinum og skýrði aðdraganda ESB-málsins innan Samfylkingarinnar og aðdraganda og stöðu ESB-umsóknarinnar frá 2009. Það var mat Árna að umsóknin væri enn í fullu þjóðréttarlegu gildi. Jafnframt kom fram hjá honum að hugsanleg ríkisstjórn sem Samfylkingin ætti hlut að eftir næstu kosningar myndi setja ESB-málið á oddinn, láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna með það fyrir augum að ljúka samningum um aðild Íslands að ESB. 

Fundarmenn spurðu Árna Páls margs um fyrirvara varaðandi sjávarútvegsmál, um gjaldmiðlamál, fyrirkomulag og orðun spurninga í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu og fleira. Fram kom m.a. í máli Árna að gera þyrfti umtalsverðar umbætur á evrusamstarfinu. Þá var rætt um mögulegan fjölda fulltrúa þjóðar á stærð við Íslendinga á þingi ESB og fannst fundarmönnum að örfáir fulltrúar frá Íslandi í nærri þúsund manna þingmanna hópi á þingi ESB myndu hafa lítil áhrif. Árni Páll svaraði því þá til að færi hann á þing ESB myndi hann líklega ekki starfa þar svo mikið með örfáum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Íslandi heldur myndi hann þá starfa fremur og meira í fjölmennum hópi jafnaðarmanna frá öllum ríkjum Evrópusambandsins.

Árna Páli voru færðar sérstakar þakkir fyrir skörulegan málflutning og skýr svör á fundinum.

Hér eru svo tvær myndir frá stjórnarfundinum:

arnip3fundur

arnip2jonbjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 2108
  • Frá upphafi: 1188244

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1918
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband