Leita í fréttum mbl.is

Evrópski brandarinn - fyrir helgina ...

laughingeuParadís Evrópu er þar sem boðið er í hádegisverð og Englendingur býður þig velkominn, Frakki býr til matinn, Ítali heldur uppi fjörinu og skipulagið er í höndum Þjóðverja. Helvíti Evrópu er þar sem boðið er til hádegisverðar og Frakki býður þig velkominn, Englendingur býr til matinn, Þjóðverji heldur uppi fjörinu og Ítali sér um skipulagið.

Þessi brandari var tilnefndur af Belga sem hinn opinberi evrópski brandari sem allir nemendur í ESB-löndunum eiga að læra í skólanum. Brandaranum er ætlað að bæta samskipti þjóðanna og draga fram sérkenni þeirra, kenna þeim að setja sig í spor annarra og taka sjálfa sig ekki of hátíðlega.

ESB-þingið tók málið nýverið fyrir til umræðu og ákvörðunar um hvort brandarinn ætti að vera hinn opinberi brandari Evrópu eða ekki.

Fulltrúi Bretlands tilkynnti alvarlegur á svip, án þess að hreyfa kjálkana, að brandarinn væri ofboðslega fyndinn.

Fulltrúi Frakklands mótmælti hástöfum á þeim forsendum að brandarinn sýndi ekki nógu góða hlið á Frökkum. Hann greindi frá því að brandari gæti ekki verið skemmtilegur ef gert væri grín að Frakklandi.

Fulltrúi Póllands mótmælti þar sem Pólverjar fengu ekki að vera með í brandaranum.

Fulltrúi Lúxemborgar spurði hver ætti að eiga höfundarréttinn að brandaranum?

Fulltrúi Svíþjóðar sagði ekki eitt aukatekið orð, heldur leit bara í kringum sig með frosið brosið.

Fulltrúi Danmerkur spurði hvar hin klámfengna tilvísun væri í brandaranum, því án hennar væri þetta ekki brandari.

Fulltrúi Hollands skildi ekki brandarann og fulltrúi Portúgals skildi ekki orðið „brandari“.

Fulltrúi Spánar sagði að brandari væri aðeins fyndinn ef maður áttaði sig á að umræddur hádegisverður í brandaranum hæfist klukkan 13:00 – sem er morgunverðartími Spánverja.

Fulltrúi Grikklands kvartaði leiður yfir því að hafa ekki fengið tilkynningu um hádegisverðinn og því hefði hann orðið af ókeypis hádegisbita.

Fulltrúi Rúmena spurðist fyrir um það hvaða fyrirbæri hádegisverður væri?

Fulltrúar Litháens og Lettlands kvörtuðu argir yfir því að þeir hefðu fengið hvor annars þýðingar, sem væri algjörlega ólíðandi þótt það gerðist nær alltaf.

Fulltrúi Slóveníu sagði að hann hefði gleymt þýðingu sinni á texta tillögunnar um hádegisverðinn heima og tilkynnti að af þeim sökum myndi hann halda sig til hlés í umræðunum.

Fulltrúi Slóvakíu vildi taka það skýrt fram að fyrst brandarinn fjallaði ekki um önd og pípulagningarmann hlytu þeir að hafa fengið skakka þýðingu. Fulltrúi Bretlands tilkynnti þá að honum fyndist sagan um öndina og pípulagningarmanninn væri alveg óstjórnlega fyndin.

Fulltrúi Ungverjalands tilkynnti að hann væri ekki ennþá búinn að lesa 120 síðna skýringartexta sem fylgdi brandaratillögunni.

Fulltrúi Belgíu spurði þá hvort Belgíumaðurinn sem tilnefnt hefði brandarann talaði hollensku eða frönsku. Hann gæti stutt tillöguna ef hið fyrra ætti við en ekki ef hið síðar ætti við, óháð gæðum brandarans.

Til þess að ljúka fundinum tilkynnti fulltrúi Þýskalands að það hefði verið gagnlegt og skemmtilegt að hafa umræður um þessa tillögu í Brussel, en að nú neyddust allir fundarmenn til að flýta sér út í járnbrautarlestina sem flytti ESB-þingið til Strassborgar til þess að taka ákvörðun um málið. Fulltrúinn bað einhvern um að vekja Ítalann, svo að myndi ekki missa af lestinni. Jafnframt bað hann fólk um að flýta sér svo fundurinn næði lestinni til baka til Brussel fyrir dagslok til þess að greina fjölmiðlum frá ákvörðun fundarins.

Hvaða ákvörðun, spurði þá fulltrúi Írlands?

Varð þá sátt um að gera kaffihlé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband