Leita í fréttum mbl.is

Evrópski brandarinn - fyrir helgina ...

laughingeuParadís Evrópu er ţar sem bođiđ er í hádegisverđ og Englendingur býđur ţig velkominn, Frakki býr til matinn, Ítali heldur uppi fjörinu og skipulagiđ er í höndum Ţjóđverja. Helvíti Evrópu er ţar sem bođiđ er til hádegisverđar og Frakki býđur ţig velkominn, Englendingur býr til matinn, Ţjóđverji heldur uppi fjörinu og Ítali sér um skipulagiđ.

Ţessi brandari var tilnefndur af Belga sem hinn opinberi evrópski brandari sem allir nemendur í ESB-löndunum eiga ađ lćra í skólanum. Brandaranum er ćtlađ ađ bćta samskipti ţjóđanna og draga fram sérkenni ţeirra, kenna ţeim ađ setja sig í spor annarra og taka sjálfa sig ekki of hátíđlega.

ESB-ţingiđ tók máliđ nýveriđ fyrir til umrćđu og ákvörđunar um hvort brandarinn ćtti ađ vera hinn opinberi brandari Evrópu eđa ekki.

Fulltrúi Bretlands tilkynnti alvarlegur á svip, án ţess ađ hreyfa kjálkana, ađ brandarinn vćri ofbođslega fyndinn.

Fulltrúi Frakklands mótmćlti hástöfum á ţeim forsendum ađ brandarinn sýndi ekki nógu góđa hliđ á Frökkum. Hann greindi frá ţví ađ brandari gćti ekki veriđ skemmtilegur ef gert vćri grín ađ Frakklandi.

Fulltrúi Póllands mótmćlti ţar sem Pólverjar fengu ekki ađ vera međ í brandaranum.

Fulltrúi Lúxemborgar spurđi hver ćtti ađ eiga höfundarréttinn ađ brandaranum?

Fulltrúi Svíţjóđar sagđi ekki eitt aukatekiđ orđ, heldur leit bara í kringum sig međ frosiđ brosiđ.

Fulltrúi Danmerkur spurđi hvar hin klámfengna tilvísun vćri í brandaranum, ţví án hennar vćri ţetta ekki brandari.

Fulltrúi Hollands skildi ekki brandarann og fulltrúi Portúgals skildi ekki orđiđ „brandari“.

Fulltrúi Spánar sagđi ađ brandari vćri ađeins fyndinn ef mađur áttađi sig á ađ umrćddur hádegisverđur í brandaranum hćfist klukkan 13:00 – sem er morgunverđartími Spánverja.

Fulltrúi Grikklands kvartađi leiđur yfir ţví ađ hafa ekki fengiđ tilkynningu um hádegisverđinn og ţví hefđi hann orđiđ af ókeypis hádegisbita.

Fulltrúi Rúmena spurđist fyrir um ţađ hvađa fyrirbćri hádegisverđur vćri?

Fulltrúar Litháens og Lettlands kvörtuđu argir yfir ţví ađ ţeir hefđu fengiđ hvor annars ţýđingar, sem vćri algjörlega ólíđandi ţótt ţađ gerđist nćr alltaf.

Fulltrúi Slóveníu sagđi ađ hann hefđi gleymt ţýđingu sinni á texta tillögunnar um hádegisverđinn heima og tilkynnti ađ af ţeim sökum myndi hann halda sig til hlés í umrćđunum.

Fulltrúi Slóvakíu vildi taka ţađ skýrt fram ađ fyrst brandarinn fjallađi ekki um önd og pípulagningarmann hlytu ţeir ađ hafa fengiđ skakka ţýđingu. Fulltrúi Bretlands tilkynnti ţá ađ honum fyndist sagan um öndina og pípulagningarmanninn vćri alveg óstjórnlega fyndin.

Fulltrúi Ungverjalands tilkynnti ađ hann vćri ekki ennţá búinn ađ lesa 120 síđna skýringartexta sem fylgdi brandaratillögunni.

Fulltrúi Belgíu spurđi ţá hvort Belgíumađurinn sem tilnefnt hefđi brandarann talađi hollensku eđa frönsku. Hann gćti stutt tillöguna ef hiđ fyrra ćtti viđ en ekki ef hiđ síđar ćtti viđ, óháđ gćđum brandarans.

Til ţess ađ ljúka fundinum tilkynnti fulltrúi Ţýskalands ađ ţađ hefđi veriđ gagnlegt og skemmtilegt ađ hafa umrćđur um ţessa tillögu í Brussel, en ađ nú neyddust allir fundarmenn til ađ flýta sér út í járnbrautarlestina sem flytti ESB-ţingiđ til Strassborgar til ţess ađ taka ákvörđun um máliđ. Fulltrúinn bađ einhvern um ađ vekja Ítalann, svo ađ myndi ekki missa af lestinni. Jafnframt bađ hann fólk um ađ flýta sér svo fundurinn nćđi lestinni til baka til Brussel fyrir dagslok til ţess ađ greina fjölmiđlum frá ákvörđun fundarins.

Hvađa ákvörđun, spurđi ţá fulltrúi Írlands?

Varđ ţá sátt um ađ gera kaffihlé.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 969413

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband