Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar forðast reglufargan ESB

Meðfylgjandi frétt mbl.is ber sýnir að Íslendingar eru ekki nema að litlum hluta í Evrópusambandinu. Síðustu tvo áratugi, frá því EES-samningurinn var innleiddur, hefur Ísland aðeins tekið upp einn tíunda hluta "gerða" sem settar hafa verið af ESB. 

Þetta leiðir hugann að drögum að landsfundarályktun sjálfstæðismanna fyrir landsfundinn sem er framundan þar sem segir að brýnt sé að spyrna fótum við íþyngjandi regluverki innan EES.

Frétt mbl.is er hér í  heild sinni:

Sam­tals hafa verið tekn­ar upp 3.799 gerðir frá Evr­ópu­sam­band­inu í samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) und­an­far­inn ára­tug. Þetta kem­ur fram í svari Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra við skrif­legri fyr­ir­spurn frá Guðlaugi Þór Þórðar­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sam­an­tekt­in tek­ur til til­skip­ana, reglu­gerða og ákv­arðana sam­bands­ins.

Heild­ar­fjöldi gerða sem sett­ar voru af Evr­ópu­sam­band­inu á sama tíma­bili, þ.e. 2005-2014, tel­ur 23.873 gerðir sam­kvæmt svar­inu. Fram kem­ur að um sé að ræða gerðir á öll­um mála­sviðum sam­bands­ins. Einnig þeim sem falli utan gild­is­sviðs EES-samn­ings­ins. Jafn­framt séu tald­ir með úr­sk­urðir í formi ákv­arðana sem kunni að bein­ast að fyr­ir­tækj­um. Sam­svar­andi ákv­arðanir í tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins séu tekn­ar af Eft­ir­lits­stofn­un EFTA.

Fram kem­ur að lang­flest­ar þeirra 3.799 gerða sem tekn­ar hafi verið upp í EES-samn­ing­inn eigi við um Ísland og hafi verið inn­leidd­ar hér á landi. „Þó ber að taka fram að inni í þess­um töl­um eru ein­staka gerðir sem ekki eiga við um Ísland, t.d. gerðir er varða viðskipti með lif­andi dýr,“ seg­ir enn­frem­ur.

Hliðstæð fyr­ir­spurn var lögð fram fyr­ir um ára­tug af Sig­urði Kára Kristjáns­syni, þáver­andi þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem náði til tíma­bils­ins 1994-2004 eða frá því að EES-samn­ing­ur­inn tók gildi hér á landi. Sé miðað við tíma­bilið 1994-2014 voru í heild­ina 62.809 gerðir samþykkt­ar á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins sam­kvæmt svör­un­um tveim­ur. Þar af voru 6.326 tekn­ar upp í samn­ing­inn eða um 10% heild­ar­fjöld­ans.


mbl.is Tekið upp 10% regluverks ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þessar upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið á ESB-innlimunarsinnum, sem að staðaldri hafa, amk. á blogginu, reynt að halda lífi í þeim lygum, að 80% af reglugerðum ESB hafi verið, eða eigi að vera tekin upp og lögleidd á Íslandi, og að þess vegna geti Ísland alveg eins verið aðildarríki. Margir ESB-andstæðingar hafa hins vegar áætlað að talan væri nær 18%. Nú kemur á daginn að talan sé enn lægri eða um 10%.

Að mínu áliti eru þessi mikli fjöldi þó óæskilega mikill, því að eiginlega ættu engar reglugerðir, sem ekki hafa með milliríkjaviðskipti innan EES-svæðisins að gera, að þurfa að gilda í EES-ríkjunum. Reglugerðir sem eru bein afskipti af innanríkismálum ríkjanna og sem er algjör óþarfi en á sér grunn í innlimunarstefnu sambandsins.

Eftir tvö ár kjósa Bretar um hvernig áframhaldandi tengsl þeirra við ESB eigi að vera. Ef það væri haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í öllum aðildarríkjunum í dag um það sama, þá er ég viss um að Þýzkaland yrði eitt eftir í sambandinu. 

Aztec, 21.10.2015 kl. 07:54

2 Smámynd: Aztec

Það átti að standa: "... en á sér grunn í samrunastefnu sambandsins."

Aztec, 21.10.2015 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 208
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1947
  • Frá upphafi: 1177120

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 1767
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 183

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband